Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 94
Fundir og ferðalög.
Fundir urðu fáir. Umræða bænda, á opinberum vettvangi,
snérist liðið ár að mestu um verðlags, markaðs og skipulags-
mál landbúnaðarins, án þess þó komist hafi verið að nokkurri
niðurstöðu eða stefnumörkun gerð. Ahugi á umræðu um
önnur mál eða e.t.v. tími til annarrar umræðu á fundum varð
því lítill og verkin eftir því. Þannig fór svo, að ég var aðeins á
einum fundi meðal bænda þar sem rætt var um áburðar-
notkun eða skyld efni. Var það á Ketilási í Fljótum, þar sem
um var fjallað hvort og að hve miklu leyti ætti að kalka tún í
sveitum þar norður frá. í framhaldi af þessum fundi voru tún
skoðuð s.l. sumar í Fljótum.
Eg fór á tvo fundi hjá bændum í Eyjafirði. Þar ræddi ég
hins vegar um samvinnuhreifinguna og sölufyrirkomulag
búfjárafurða. Var þetta gert í samvinnu við KEA og greiddi
það Rf. Nl. kostnað vegna þessara funda.
Að venju reyndum við Þórarinn að mæta á aðalfundum
búnaðarsambandanna og í ár vorum við á þessum fundum
hjá öllum samböndunum nema í Flúnavatnssýslum.
Einnig að venju sótti ég ráðunautaráðstefnu BÍ og Rala í
febrúarbyrjun. Hélt þar erindi um grastegundir í túnum á
Norðurlandi. Þá var ég á námsskeiði er haldið var á Hvann-
eyri um mánaðarmótin maí-júní, þar sem fjallað var um
sláttutíma grasa, nýtingu túna, heyverkun og byggingar í
sveitum. Hélt þar erindi um sláttutíma.
Ferðir vegna selenrannsókna voru farnar nokkrar, bæði
vestur í Húnavatnssýslu og austur í Fnjóskadal og Höfða-
hverfi. Ymsar smærri ferðir voru og farnar og oft af minna
tilefni.
Útgáfa.
Arsrit Rf. Nl. fyrir árið 1977 kom út í apríl 1978. Síðustu
mánuðir ársins eru, eins og nú er háttað, mjög óheppilegir til
útgáfu Arsritsins og ber margt til. I fyrsta lagi eru miklar
annir á þessum tíma bæði hjá okkur á rannsóknarstofunni og
einnig í prentverki. í annan stað er fjárhagur mjög þröngur
síðustu mánuði ársins og því hefur þessi þróun orðið þvert
96