Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 95
ofan í góðan vilja og ásetning, að rit okkar, Ársritið, hefur
dregist afturúr. Rit ársins í ár, afmælisritið, verður víst óhjá-
kvæmilega einnig undir þessa sök selt.
I fjölritaröð Hólaskóla, Tilraunastöðvarinnar á Möðru-
völlum og Rf. Nl. hafa komið á árinu út fimm hefti. Tvö eftir
Bjarna Guðleifsson og Matthías Eggertsson um niðurstöður
tilrauna með áburð á grænfóður; hafra, bygg og rýgresi. Sig-
tryggur Björnsson skrifar um eftirlit með mjólk og mjaltavél-
um í Skagafirði. Þá er grein um grastegundir í túnum eftir
Jóhannes Sigvaldason og grein eftir Bjarna Guðleifsson sem
hann kallar Tilraun með áburð á fóðurkál.
Starfsfólk.
Síðast liðið ár allt hafa verið fastráðin hjá Rf. Nl. Jóhannes
Sigvaldason og Þórarinn Lárusson í fullu starfi og Matthildur
Egilsdóttir í hálfu starfi. Annað starfsfólk hefur verið: Gunn-
fríður Hreiðarsdóttir vann frá 1. sept. 1977 til áramóta. Anna
Sæmundsdóttir byrjaði vinnu 15. sept. 1977 og vann til 15.
jan. 1978. Hreingerningu á stofu annaðist allt árið Sigurlaug
Arngrímsdóttir og viðurgjörning á vambarvökvasauðum
hafði á hendi Eyþór Jóhannsson. Öllu samstarfsfólki vil ég
þakka góð störf fyrir félagið.
SKÝRSLA ÞÓRARINS LÁRUSSONAR
Skipta má efni skýrslunnar í fjóra þætti:
1. Heyefnagreiningar.
2. Rannsóknarverkefni.
3. Fundir, ferðalög o.fl.
4. Nokkur orð um „sjálfsbjargardómgreindina.“
Heyefnagrein ingar.
Á meðfylgjandi töflu koma fram niðurstöður efnagreininga á
heyi frá sumrinu 1977. Fram kemur greinileg fækkun
þjónustuheysýna frá fyrra ári, sem nemur 408 sýnum eða um
97