Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 14
arssonar, Sigurðar Einarssonar Hliðar og Hannesar Jónssonar
er rituð voru samkvæmt beiðni þeirri er Magnús nefnir í
upphafi sins bréfs. Hannesi farast svo orð:
„Sýkingarhættan við innflutning búpenings liggur aðaUega í
þessu tvennu:
1. Veiklun i hinum blandaða kynstofni sumpart gegn náttúru-
skilyrðum landsins og sumpart gegn sjúkdómum, sem eru orðnir
landlægir. Getur þá svo farið, að hinn blandaði kynstofn bjóði sjúk-
dómum þessum svo góð skilyrði, að sníkjuverur þær, sem orsaka þá,
magnist svo mjög, að hinum innlenda kvnstofni standi enn meiri
hætta af þeim en áður var tilfellið.
2. Innflutningi nýrra sjúkdóma, sem flestir munu orsakast af
þekktum eða óþekktum sníkjuverum.1*6
Hannes bætir við að það sé
„ . . . með öllu ómögulegt að búa svo um hnútana, að sýking geti ekki
átt sér stað við innflutning búfjár. Fjölmarga sjúkdóma ætti að vera
hægt að forðast, ef rétt er að farið, en ef til vill eru jafnmargir
sjúkdómar þess eðlis, að ómögulegt er að gefa nokkra tryggingu fyrir
því, að þeir geti ekki fluzt inn í landið með aðfluttum búpænmgi.“6
Af þessu má sjá að á þessum tíma hefur ekki skort góðan
vilja mætra manna til að hindra innflutning búfjársjúkdóma.
Þá þegar var búið að flytja inn fjárkláða með spænskum
hrútum (1756-1769). Fjáreign landsmanna var þá talin vera
360.000 fjár en var 80.000 að loknum fjárfelli og niðurskurði
af völdum kláðans. Álitið er að kláðanum hafi verið útrýmt
árið 1779. En hann barst aftur hingað, að þessu sinni með
fjórum enskum lömbum sem flutt voru að Hraungerði í Flóa
árið 1855, með viðkomu í Miðdal i Mosfellssveit. Ætíð síðan
hefur hann gert bændum og búfé gramt í geði og mun efa-
laust seint upprættur verða.
Miltisbruni kom hingað árið 1865 að talið er næsta öruggt,
og þá með hertum, ósútuðum og ódýrum húðum. Vafalítið á
þessi sjúkdómur enn eftir að koma fram hérlendis, hann getur
leynst í jörðu þar sem hræ hafa verið grafin. Hundafár eða
hundapest hafði þá annað veifið verið flutt hingað með
skipshundum og innfluttum hundum en bann var lagt við
slíku um síðustu aldamót. Ekki má gleyma riðunni sem kom
frá Lálandi í Danmörku að talið er.
16