Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 107
því Magnús var áhrifamikill „penni“ eins og það er stundum
kallað nú á dögum.
Hafa menn þá tekið upp hollráð Magnúsar, að blanda
mjólk eða fitu i litunarlöginn, til að hindra að vaðmálið
„brynni“ (yrði stökkt). Jónas frá Hrafnagili segir í Þjóðháttum
sínum (bls. 26), að „vænn smérbiti“ hafi verið látinn í pottinn
þegar litað var, og virðist Jónas þar tala af eigin reynslu.
Hinsvegar er ekki að sjá, af lýsingu Jónasar á sortulitun, að
menn hafi að öðru leyti farið eftir ráðum Magnúsar.
Þrátt fyrir alla fyrirhöfn Magnúsar dómstjóra, og góðan
vilja til að endurvekja hina íslenzku sortulitun, voru dagar
hennar brátt taldir, og um aldamótin 1900 mun hún almennt
hafa verið gleymd og grafin. Eg hefi spurt ýmsa gamla menn,
sem fæddir eru um eða stuttu eftir aldamótin, hvort þeir
kannist við sortulitun, en enginn hefur játað því, nema í því
formi, að nota sortulyng eingöngu eða með erlendum efnum.
Sortulyngslitun var alltaf stunduð, meðan litun í heimahúsum
tíðkaðist, og eftir að jurtalitun komst í tízku á síðustu árum,
hafa menn tekið hana upp aftur. Um hana má fræðast nánar
i flestum litunarbæklingum frá seinni tíð, og um sortulyngið og
hin ýmsu not þess, er ýtarleg grein eftir Agúst H. Bjarnason, í 1.
árg. Týlis (1. hefti, bls. 19-23).
Ég hefi einnig orðið var við nokkurn áhuga hjá þeim sem
við jurtalitun fást, að taka upp aftur hina gömlu íslenzku
sortulitun. Hef ég fengið fyrirspurnir um, hvar sortu sé að
finna, og hvernig fara skuli með hana, o.s.frv. Tilgangur þessa
greinarkorns er m.a. sá, að koma til móts við þessa áhuga-
menn, og vona ég að þeir finni hér einhverja smávegis leið-
beiningu, er að gagni má koma.
HEIMILDASKRÁ
Ágúst H. Bjarnason: Sortulyng. Týli 1 (1): 19-23. 1971.
Björn Halldórsson: Ambjörg. Rit Björns Halldórssonar, Rvík 1983.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Ferðabók /-//. 2. útg. Rvík 1975.
Guðmundur Finnbogason: Iðnsaga íslands. Rvík. 1943.
Jóhannes Óli Sæmundsson: Örnefm i Eyjafirði (handrit).