Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 15
Þess má geta að bann var lagt við innflutningi búfjár árið
1882 en var aflétt 1931.1 tilefni af því að Norðmenn fluttu inn
riðu (scrapie) 1956, var viðtal við Pál A. Pálsson í Frey 1958
þar sem hann lætur i ljós skoðun sína á innflutningi búfjár.
Hann segir m.a.:
„Ég tel, að reynsla sú sem ég hef hér greint frá, sé mjög lærdómsrík
fyrir okkur Islendinga, því alltaf eru ýmsir hér á landi að óska eftir
innflutningi. Þessi dæmi ættu að sýna mönnum fram á, að jafnvel
hjá þeim þjóðum, sem mikla reynslu hafa af innflutningi búfjár, og
hafa fullkomna aðstöðu, útbúnað og mannafla til þess að unnt sé að
gæta fyllstu varúðar í sambandi við innflutning búfjár, mistekst
innflutningurinn.
Er þetta enn lærdómsríkara fyrir þá sök, að hér er um að ræða
sjúkdóm, sem gamalkunnur er í Bretlandi og veldur þar verulegu
tjóni sums staðar.
Hafa menn því að sjálfsögðu reynt að girða fyrir þennan sjúkdóm,
sérstaklega við innflutning á sauðfé frá Bretlandi.“20
Hvað eftir annað hafa verið fluttir inn gripir og fóður sem
valdið hafa sjúkdómum og óbætanlegu tjóni fyrir bændur og
búalið.
Hundafár barst til landsins árið 1966, með smygluðum
hundi og drap 1000-1200 hunda. Kýlapest gæti hafa borist
árið 1932, með fé frá Skotlandi eða Karakúlhrút frá Þýska-
landi og þrífst enn hérlendis. Klaufaveiki barst árið 1947 með
fé frá Skotlandi. Mæðiveiki, votamæði og garnaveiki bárust
hingað árið 1933, með Karakúlfé frá Þýskalandi. Komist
hefur verið fyrir votamæðina og þurramæðina en garnaveikin
herjar enn. Þessar pestir ollu ómetanlegu tjóni fyrir fjár-
bændur á Norðurlandi þar sem öllu fé frá Jökulsá á Fjöllum
og vestur um var lógað til að uppræta mæðiveikina. Á sumum
svæðum m.a. í Hjaltadal þurfti að lóga tvisvar.
Nautgripaberklar bárust árið 1954 með dönskum fjósa-
manni að Hólum í Hjaltadal. Veikin breiddist ekkert út frá
búinu enda var öllum kúnum lógað. Tvö ungmenni að
minnsta kosti smituðust af þessum berklum á Hólum.
Hringskyrfi barst til landsins árið 1933 með skoskum naut-
gripum. Veikin kom fram í gripunum í Þerney meðan þeir
voru þar í einangrun þar sem þeir smituðu bæði fólk og
17