Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 86
Fljótlega kom í ljós viss annmarki, sem aðrar stöðvar þurfa
ekki við að glíma, þar sem er hús það mikla, sem Gunnar skáld
Gunnarsson gaf ríkinu á sínum tíma og hefur lengst af verið
íbúðarhús fyrir allt fólk á staðnum. Með samningagerð þess-
ari var hús það er Matthías Eggertsson byggði á sjöunda tug
aldarinnar gert upp sem íbúð bústjóra og hans fólks að öllu
eða mestu leyti. Þar með fækkar fólki enn í allt of stóru húsi,
sem einnig er dýrt í rekstri og þarfnast verulegra endurbóta.
Þar eð hús þetta er, af skiljanlegum ástæðum, undanþegið
búinu, varð ljóst að naumt skammtað tilraunafé færi að stór-
um hluta í að viðhalda og reka Gunnarshúsið. Var því hafist
handa um að útvega fjármagn til endurbóta og rekstrar utan
við fjármagn til tilrauna, enda engin rök fyrir því að þessa gjöf
til rikisins bæri alfarið að reka af fjármagni til landbúnaðar-
tilrauna á Austurlandi.
Fyrir tilstilli þingmanna og fleiri aðila hefur fengist auka-
fjárveiting til þessara hluta, nú og í fyrra, og hafa ýmsar
lagfæringar verið gerðar eða eru á framkvæmdastigi, eins og
endurnýjun á skólplögn, þétting á útiveggjum, ný miðstöð og
lagfæring á miðstöðvarkerfi, einangrun á þaki, undirbúning-
ur undir lagfæringu á lóð o.fl.
Þá hefur verið knúið mjög á um að finna húsinu verðugt
framtíðarhlutverk og má meðal annars benda lesendum á
þingsályktunartillögu um það efni frá þeim Helga Seljan og
Jóni Kristjánssyni, sem lögð hefur verið fram og vísað til
nefndar á þingi í vetur, og hefur birst í blöðum.
Verður efni tillögunnar ekki tíundað hér, en bent á að
hvatinn að þessari tillögu er, auk aðstæðna þeirra á staðnum,
sem lýst hefur verið, ekki síst sá að Gunnar skáld hefði orðið
100 ára vorið 1989. Þarf að stefna að því að koma þessum
málum fram fyrir þann tíma og sýna með því þann virðing-
arvott, sem austfirska stórskáldið og gjöf þess og konu hans á
skilið.
88