Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 41
„Ixodes ricinus heitir maur, sem talinn er mögulegur smitberi riðu-
veiki í útlöndum. Hann var til skamms tíma ekki talinn finnast á
Islandi nema sem flækingur. Haustið 1977 fannst hann hins vegar á
kind í Norðfirði og er því freistandi að geta sér þess til, að hann komi
hingað oftar en haldið var. Ef svo væri, gæti hann hafa borið riðuna
beint frá Bretlandi til tveggja áðurnefndra staða á Austurlandi, þ.e.
Norðfjarðar og Borgarfjarðar. Þetta gæti skýrt kláðaeinkenni rið-
unnar á Austurlandi, sem eru hin sömu og í Bretlandi.
Lífrás maursins er forvitnileg og er í stuttu máli sú, að lirfurnar
setjast á fugla og þroskast þar. Er lirfa nálgast fullþroskastig, dettur
hún af og skríður sem fullvaxinn maur upp á grasstrá. Þar bíður
hann þar til kind gengur framhjá, húkkar sig í hana og sýgur henni
blóð. Um leið kemst riðusmitið, sem e.t.v. er til staðar í maurnum,
beint inn í blóð kindarinnar. Maurinn dettur svo af kindinni og
hringrásin getur hafist að nýju.“33
Þarna viðrar Þórður tilgátu um orsök hins mikla kláða sem
fylgir riðu þar eystra og tel ég hana alls ekki ólíklega. Það er
áhyggjuefni ef einhver brögð verða að því að smitið fari þessar
og þvílíkar leiðir vegna þess að þá er orðið næsta útilokað að
koma í veg fyrir smit um lengri eða skemmri vegalengdir.
Vonandi er þetta tilfelli hrein undantekning. Sigurður Sig-
urðarson telur aðra hugsanlega skýringu á annarri ,,hegðun“
veikinnar eystra vera þá að austfirskt fé sé næmara fyrir riðu
en fé af vestfirskum stofni. A Austurlandi voru ekki fram-
kvæmd fjárskipti þar eð mæðiveikin náði aldrei þangað. Þar
er því sami gamli stofninn.
Sigurður Sigurðarson dýralæknir er án efa einna kunnug-
astur allra hérlendis um smitleiðir. Þótt hluti af því sem hann
segir varðandi þær hafi áður komið fram hér þykir mér ekki
ástæða til að stytta svar hans við spurningunni: Hvað er vitað
um smitleiðir?, því þarna eru vítin sem varast ber, talin upp á
skýran hátt, hvert á eftir öðru og legg ég mikla áherslu á þessi
orð Sigurðar og tel þau mikilvægt innlegg í umræðuna um
smitleiðir.
„Það er vitað að algengast er smit frá foreldrum tii afkvæmis. Við
náinn og langvinnan samgang, í þröngum beitarhólfum og þó eink-
um á húsi þegar fóðrað er saman og brynnt úr sama íláti heilbrigðu
fé og sýktu eða smituðu. Það hefur komið í Ijós að smithætta er
langmest á sauðburði. Smitefnið er í stórum stíl í legvatni og hildum.
43