Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Side 104
Þess má geta að lokum, að sorta var einnig notuð til blek-
gerðar, og er þeirri aðferð einnig lýst í Ferðabók Eggerts og
víðar. I því sambandi er tilskemmtileg tilgáta um uppruna
örnefnisins Bleiksmýrardalur, í Þjóðsögum Jóns Arnasonar, 1.
bindi, bls. 180: „Sumir segja hann beri nafn af því, að þar hafi
fundist sorta, er menn hafi gjört blek af, og heiti hann að réttu
Bleksmýrardalur og Bleksmýri þar kölluð er Bleiksmýri.“
HVERNIG VAR LITAÐ OR SORTU?
Eggert Ólafsson getur þess í fyrrnefndri tilvitnun, að þegar
litað sé úr sortu, vaðmál eða annað, sé það litað áður úr seyði
af sortulyngi, og lýsir hann aðferðinni nákvæmlega, eins og hún
var þá tíðkuð í Borgarfirði vestra. (E. Ól.: Ferðabók 1. bindi,
bls. 87).
Aðferðin var flókin og seinleg. Fyrst þurfti að leggja sortu-
lyngsblöðin í bleyti í viku til hálfan mánuð, síðan var sortu-
lyngsblöðunum dreift um vaðmálið eða klæðið, og það síðan
vafið upp á prik og sett í pott þar sem það varsoðið í 6-8
stundir, í sortulyngsleginum, og blöð af sortulynginu einnig
höfð undir í pottinum. „Eftir þessa fyrstu litun er dúkurinn
mósvartur að lit.“
„Þessi litur er látinn nægja á efni í hversdagsföt vinnufólks.
En ef lita á efni í sunnudagsklæði bænda eða kvenna, sem
ætíð ganga í svörtum kjólum, er litunaraðferðin sem nú skal
lýst.
Þá er tekin sorta og hellt yfir hana köldu vatni. Síðan er
hrært í ílátinu þar til sortan er kögglalaus, og orðin eins og
þunnur grautur. Þá er mauk þetta látið setjast og þynnkunni
hellt í annað ílát, en maukinu sem á botninn sezt, er riðið á hið
brúna vaðmál, sem áður hefur verið rakið varlega í sundur og
breytt úr því, þannig að blöðin hrynji ekki úr því. Síðan er það
vafið um prikið á ný, og stranginn látinn í pottinn eins og
áður, en þess vandlega gætt að láta allsstaðar sortulyngsblöð
utan með því. Að lokum er þynnkunni af sortunni hellt í
pottinn svo að yfir fljóti. Síðan er dúkurinn soðinn í 12 stundir
106