Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 103
undir þykkum snjó eða svellum. Liggur þetta oft sem örþunnt
lag utan á jurtahlutum o.s.frv. Þarna er ef til vill um svipað
fyrirbæri að ræða og í vatninu, enda stendur vatn oftast uppi
á slíkum stöðum tímabundið á vorin.
Örnefni kennd við sortu munu vera næsta algeng um allt
land, sem sýnir hve notkun hennar var almenn um eitt skeið.
Hér verða talin nokkur sem ég hef rekist á í örnefnaskrám, á
svæðinu frá Eyjafirði austur á Hérað:
Sortudalur á Arnheiðarstöðum, Héraði. (Fyrr um getinn).
Sortudý á Grund í Eyjafirði (utarlega í neðanverðu Grund-
arfjalli).
Sortudý í Réttarhvammi við Glerá á Akureyri (líklega eyði-
lagt).
Sortudý á Þverá í Laxárdal.
Sortulág, á Nesi í Hnjóskadal.
Sortulœkwr í Saltvík við Húsavík.
Sortulœkur við Geirastaði í Mývatnssveit (rennur úr Sand-
vatni).
Sortumýri á Hrafnagili, Eyjafirði.
Sortumýri í Hrafnsgerði, Fellum, Héraði.
Sortupyttir á Skeggjastöðum, Fellum, Héraði.
Athyglisvert er að tveir lækir í ofangreindri upptalningu
bera nafn sortunnar, auk dýja, pytta og mýra. Sortulækur í
Mývatnssveit rennur úr Sandvatni (nyrðra) í Mý vatn. Hann
er víða mjög straumlítill, með fjölda polla og pytta og alls-
konar útskot, en auk þess mjög lífríkur, og því ekki ólíklegt að
í honum geti myndast sorta. Hún mun einnig vera algeng í
smátjörnum og pyttum í Mývatnssveit, skv. umsögn N.
Mohrs hér að framan.
Eggert Ólafsson getur um sortu í öllum landshlutum, í
Ferðabók sinni (sjá efnisskrá hennar) en sjaldnast eru stað-
irnir nafngreindir. Þó getur Eggert um sortu við Reykjalaugar
í Ásum í Austur-Húnavatnssýslu: „Laugin er i mýri, þar sem
l'/2 fets lag af sortu (gr. 230) finnst þegar undir grasrótinni,
sem er heit. Undir sortulaginu er hin rauðablandna mýra-
jörð.“ (Ferðabók, 2. útg. á ísl. 2. bindi, bls. 12).
105