Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 16
nautgripi. Var þeim þá öllum slátrað nema einum kálfi er
skotið var undan. Aftur barst hringskyrfi hingað til lands árið
1966 og þá með erlendum fjósamanni. Veikin lagðist á fólk,
hross, nautgripi og sauðfé. Virðist svo sem veikinni hafi nú
verið útrýmt. Skitupest er talin hafa borist hingað með
kjarnfóðri. Sömuleiðis Salmonellasýki í nautgripum.
Plasmacytosis barst hingað árið 1970 eða 1971 með loðdýrum
og hefur valdii gífurlegu tjóni á loðdýrabúum hérlendis.
Þetta er orðin dágóð upptalning en væri betur ósönn og
óþörf. Það veitir sannarlega ekki af varkárni í þessu sambandi
og skilyrðislaust þarf að fylgja settum reglum um innflutning
búfjár og annars sem sjúkdómum í búfé getur valdið hér á
landi. Um það vitnar reynslan skýrust dæma.
Ekki má gleymast að láta erlent landbúnaðarstarfsfólk fara
í læknisskoðun áður en það hefur störf hér.
III. UPPHAF RIÐUVEIKI A ISLANDI
Eigi munu menn allir á sama máli um hvernig riða barst til
íslands en ég hygg mjög líklegar tilgátur nokkurra manna,
þar á meðal Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis og Sigurðar
Sigurðarsonar dýralæknis, þess efnis að riðuveiki hérlendis
megi rekja til hrúts af Oxford Down kyni er fluttur var frá
Danmörku að Veðramóti, Skarðshreppi, Skagafirði, árið
1878. Þess ber að gæta að þetta eru ekki staðfest sannindi en
trúlegar tilgátur að minni hyggju.
Páll segir m.a.:
„Þá má geta þess að 1878 var Iluttur inn hrútur af Oxford Down
kyni, að Veðramóti í Skagafirði. Var hann ættfaðir hins svonefnda
Veðramótsfjár, sem um tíma naut nokkurs álits, en gekk síðar úr sér.
Ymsir telja að til þessa innflutnings megi rekja riðuveiki, sem
síðan hefur herjað vissar sveitir norðanlands og lifað af fjárskipti og
aðrar útrýmingaraðgerðir. Erfitt verður þó að færa sönnur á hvort
þessi tilgáta sé rétt. Þess ber þó að geta að á öldinni sem leið var stöku
sinnum flutt inn sauðfé og nautgripir (einkum af útlendum kaup-
sýslumönnum) án þess að vitað sé til að með þvi flyttust sjúkdómar
til landsins, en varanleg merki í kynbótum af þessum innflutningi
munu þá oftast hafa verið hverfandi.“22
18