Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 37
saman við kenningar dýralæknanna Sigurðar og Páls, sem
hvorir tveggja halda því fram að ekki sé um bólgubreytingar
að ræða heldur hrörnunar- eða ellibreytingar eins og áður er
getið. En þetta var ekki það sem ég hjó fyrst eftir við lestur
þessara orða heldur hitt er varðar „styrk af fé því sem á
fjárlögum er veitt til rannsókna á riðuveiki.“ Þetta þykir mér
merkilegt fyrir tvennar sakir.
I fyrsta lagi vegna þess að aldrei hef ég heyrt getið um slíkan
styrk áður og dreg í efa að hann sé veittur nú. Hygg ég þó þörf
næga. Ef til vill renna fjárveitingar til Sauðfjársjúkdóma-
nefndar óbeint til rannsókna á riðu en það er mér ekki kunn-
ugt um.
í öðru lagi sakir þess að þessir tímar, 1938, hljóta að hafa
verið þrengingartímar. Er þetta því lofsvert framtak og af-
bragð til eftirbreytni.
Skal nú greint frá nýrri rannsóknum á riðu og hugsanlegum
smitleiðum. Það er áður drepið á að riða sé eingöngu þekkt í
sauðfé og geitum. En á tilraunastofum hafa aðrar tegundir
verið sýktar:
„Með sýkingartilraunum er hægt að flytja sjúkdóm þennan í ýmis
tilraunadýr, t.d. mýs, rottur, hamstra og ýmsar tegundir smáapa.
Samt hefur ekki tekist að sýna fram á, að riða eða scrapie leynist í
þessum dýrategundum, þar sem þær eru í eðlilegu umhverfi sínu.
Þegar heilbrigðar kindur eru sýktar með sýkingarefni úr veikum
kindum, líða 8-32 mánuðir, þar til riðueinkenni koma fram, allt eftir
sýkingarleiðum. Liklegt er, að við eðlilegar smitleiðir sé þessi tími
mun lengri.
Við rannsóknir, bæði á riðu og scrapie, hefur komið i ljós, að vissir
fjárhópar hafa minni viðnámsþrótt en aðrir. Með tilraunum i Bret-
landi hefur tekist, með því að setja eingöngu á lömb undan riðu-
veikum kindum eða kindum, sem siðar veikjast af riðu, að skapa
fjárstofn, þar sem svo að segja hver einasta kind veikist af riðu 2-3ja
vetra gömul. Á svipaðan hátt hefur tekist með sérstöku úrvali að
mynda fjárstofn, sem hefur mjög mikia mótstöðu gegn riðuveiki. Slík
mótstaða á þó væntanlega ekki við nema gegn tilteknum stofnum af
veiru þeirri, sem veldur scrapie (riðu).
Þar sem scrapie (riða) er landlæg, eins og t.d. á Bretlandeyjum,
hafa menn reynt að notfæra sér þetta og dregið úr tjóni af völdum
scrapie með sérstöku úrvali, eru þá eingöngu sett á lömb undan
fullorðnum ám, sem ekki hafa veikst af riðu, og hrútum, sem gefið
39