Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 8
útgáfu á vikublaðinu „lslendingur“ og var ritstjóri þess fyrstu
fimm árin og kemur það blað út enn þann dag í dag.
„lslendingur“ átti fyrst og fremst að vera fréttablað. I
ávarpi í fyrsta tölublaði „lslendings“ segir Si urður meðal
annars: „Að svo miklu leyti, sem blaðið kann að láta stjórn-
mál til sín taka mun það yfirleitt hallast að framsóknarstefn-
unni eða þeirri stefnu sem vill auka en umfram allt ekki rýra
sjálfstæði landsins og forn landsréttindi“.
Á þingmannsárum sínum og eftir að Sigurður flutti til
Reykjavíkur hóf hann að stunda ættfræði og varð árangur
þeirrar iðju mikil bók sem ber heitið „Nokkrar Árnesinga-
ættir“, og kom út árið 1956. Hefur hún að geyma yfir 9000
nöfn ásamt ýmsum persónulegum upplýsingum, á rúmlega
600 blaðsíðum.
Sigurður hafði ávallt mikinn áhuga á búskap, gekkst fyrir
stofnun félagsins „Nýrækt“, en það félag fékk þúfnabana og
braut og ræktaði mikið land fyrir ofan Akureyri þar sem síðar
varð m.a. golfvöllur Akureyringa. Rak hann þar sjálfur bú-
skap í smáum stíl, átti nokkrar kindur og hesta, jafnvel kú um
skeið. Sigurður sat í stjórn Ræktunarfélags Norðurlands um
áratuga skeið og var formaður þess 1921-1943, en takmark
þess félags var tvíþætt: Að gera nauðsynlegar tilraunir með
jarðrækt á Norðurlandi og að útbreiða meðal almennings
þekkingu á öllu því sem að jarðrækt lýtur. Það var mikið happ
fyrir Ræktunarfélagið þegar Sigurður réði Ólaf Jónsson árið
1924 til að standa fyrir tilraunum félagsins. Ólafur var ein-
stakur elju- og dugnaðarmaður og enn i dag byggir jarðrækt
hér á landi á ýmsum niðurstöðum Ólafs Jónssonar, ekki síst að
því er varðar kartöflu- og grasrækt. Var samstarf þeirra alla
tíð með ágætum þó ólíkir væru að eðlisfari. Fyrir hönd
Ræktunarfélagsins sat Sigurður á Búnaðarþingi í nokkur ár.
Sigurður kom mjög við sögu í félagslífi og menningarlífi
Akureyrar, því hann var alla tíð félagslyndur og vinnufús. 1
bæjarstjórn Akureyrar var hann fyrst kosinn 1917 og sat þar í
21 ár samfellt, forseti síðustu árin. Fór orð af því hve vel
honum tókst oftast nær að jafna ólík sjónarmið í því starfi.
Hann var frumkvöðull að fjölda félaga á Akureyri og hafa
10