Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 6
nautaberkla og mannaberkla eins og þá var best vitað, gerði
berklapróf á mjólkurkúm, og hvatti til varúðar á meðferð
mjólkur, ekki síst á berklaheimilum, enda þá óþekkt að geril-
sneyða neyslumjólk.
A fyrstu árum Sigurðar á Akureyri var sullaveiki enn al-
geng í sauðfé og nautgripum. Sigurður gerði athuganir á
útbreiðslu sullaveiki í sláturfé og var óþreytandi að benda
bændum á varnarráð gegn veikinni. Ýmsa aðra sjúkdóma lét
Sigurður til sín taka, svo sem Hvanneyrarveiki, bráðapest,
ofnæmi í sauðfé o.fl. og ritaði um þær athuganir.
Vegna þess hve umdæmi Sigurðar var víðáttumikið, tók
hann fljótt upp á því að kenna bændum í fjarlægari sveitum
meðferð dýralyfja og einföld læknisstörf, og kom það oft að
verulegu liði þar sem ógerlegt var einatt að ná til hans um
langan veg. Ekki horfði Sigurður í þann tíma og fyrirhöfn sem
þetta kostaði, og yfirleitt setti hann lítið upp fyrir öll dýra-
læknastörf sín, stundum svo að mönnum ofbauð, enda engin
gjaldskrá í gildi á þeim árum. Markmið hans líkt og fleiri
aldamótamanna var að gera gagn eftir megni, minna horft í
tíma og peninga.
Þegar Sigurður hóf störf voru vananir hesta enn fram-
kvæmdar á hrottalegan og kvalafullan hátt, með frumstæð-
um tækjabúnaði. Ofbauð Sigurði aðferðirnar og kvalir þær
sem þessar vesalings skepnur urðu að þola, og þá ekki síður
eftirköstin, sem stundum voru hryllileg. Hóf hann þvi að
kenna nærfærnum mönnum meðferð svefnlyfja við geldingar
og rétt handtök og útvega þeim fullkomin tæki til verksins.
Enn þann dag í dag eru gamlir menn að hafa orð á því hvílík
umskipti urðu þegar svæfingar við þessa aðgerð voru upp
teknar á Norðurlandi fyrir forgöngu Sigurðar.
Sigurður var alla tíð mikill dýravinur og barðist fyrir bættri
meðferð þeirra, og var um margra ára skeið forseti Dýra-
verndarfélags íslands eftir að hann flutti til Reykjavíkur.
Þegar lögleitt var árið 1912 að allt kjöt, sem flutt var úr
landi skyldi heilbrigðisskoðað við slátrun, féll það í hlut Sig-
urðar að koma á heilbrigðisskoðun á öllum útskipunarhöfn-
um norðanlands. Utan Akureyrar var héraðslæknum falin
8