Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Page 6
nautaberkla og mannaberkla eins og þá var best vitað, gerði berklapróf á mjólkurkúm, og hvatti til varúðar á meðferð mjólkur, ekki síst á berklaheimilum, enda þá óþekkt að geril- sneyða neyslumjólk. A fyrstu árum Sigurðar á Akureyri var sullaveiki enn al- geng í sauðfé og nautgripum. Sigurður gerði athuganir á útbreiðslu sullaveiki í sláturfé og var óþreytandi að benda bændum á varnarráð gegn veikinni. Ýmsa aðra sjúkdóma lét Sigurður til sín taka, svo sem Hvanneyrarveiki, bráðapest, ofnæmi í sauðfé o.fl. og ritaði um þær athuganir. Vegna þess hve umdæmi Sigurðar var víðáttumikið, tók hann fljótt upp á því að kenna bændum í fjarlægari sveitum meðferð dýralyfja og einföld læknisstörf, og kom það oft að verulegu liði þar sem ógerlegt var einatt að ná til hans um langan veg. Ekki horfði Sigurður í þann tíma og fyrirhöfn sem þetta kostaði, og yfirleitt setti hann lítið upp fyrir öll dýra- læknastörf sín, stundum svo að mönnum ofbauð, enda engin gjaldskrá í gildi á þeim árum. Markmið hans líkt og fleiri aldamótamanna var að gera gagn eftir megni, minna horft í tíma og peninga. Þegar Sigurður hóf störf voru vananir hesta enn fram- kvæmdar á hrottalegan og kvalafullan hátt, með frumstæð- um tækjabúnaði. Ofbauð Sigurði aðferðirnar og kvalir þær sem þessar vesalings skepnur urðu að þola, og þá ekki síður eftirköstin, sem stundum voru hryllileg. Hóf hann þvi að kenna nærfærnum mönnum meðferð svefnlyfja við geldingar og rétt handtök og útvega þeim fullkomin tæki til verksins. Enn þann dag í dag eru gamlir menn að hafa orð á því hvílík umskipti urðu þegar svæfingar við þessa aðgerð voru upp teknar á Norðurlandi fyrir forgöngu Sigurðar. Sigurður var alla tíð mikill dýravinur og barðist fyrir bættri meðferð þeirra, og var um margra ára skeið forseti Dýra- verndarfélags íslands eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Þegar lögleitt var árið 1912 að allt kjöt, sem flutt var úr landi skyldi heilbrigðisskoðað við slátrun, féll það í hlut Sig- urðar að koma á heilbrigðisskoðun á öllum útskipunarhöfn- um norðanlands. Utan Akureyrar var héraðslæknum falin 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.