Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 105
eða lengur og látinn svo standa, þangað til kalt er orðið. Þá er
hann tekinn upp úr og þveginn, og hefur þá fengið hinn rétta
lit.“
„Þegar litunin heppnast vel, fær ullardúkurinn fagran,
svartan lit, sem ekki stendur erlendum litum að baki.“ Þó
segir Eggert, að dúkurinn vilji stundum „brenna“ í þessari
löngu meðferð, og menn telji hann almennt hafa minna end-
ingargildi en ólitaðan dúk eða þann sem er aðeins litaður með
sortulyngi. Leggur hann til að reynt verði að finna nýja að-
ferð, og búa litinn til áður en litað sé, til að ekki þurfi svo langa
suðu á vaðmálinu.
I því skyni m.a. hefur líklega verið tilraun sú, sem gerð var
með sotrulitun í Kaupmannahöfn í lok 18. aldar, og frá er
greint í Ferðabók Olaviusar (s. bindi, bls. 196).
Fram kemur að Olavius hefur sent eitthvað af íslenzkri
sortu til Kaupmannahafnar, og þar var hún reynd árið 1776
af ýmsum silki- og ullarlitunarverksmiðjum að beiðni Toll-
kammersins (Jóns Eiríkssonar) (líklega með sortulyngi og
krækilyngi), en niðurstaðan varð sú: „að efni þessi eru ein-
ungis hæf til heimalitunar í sveitum, en geta ekki komið
litunariðnaðinum almennt að nokkru haldi, þótt ef til vill
einhver munur kæmi fram, ef tilraunir þessar væru endur-
teknar, þar sem jarðtegundin er mjög misjöfn að fínleika og
gæðum.“ (J E, neðanmáls).
Þegar kom fram á 19. öld fóru að flytjast hingað efni sem
hægt var að nota í staðinn fyrir sortu, t.d. indigó, er sumir
kölluðu blástein. (Það var unnið úr indigójurtinni).
Árið 1786 kom út í Kaupmannahöfn lítið kver eftir O.
Olavius: Fyrirsagnar tilraun um Litunargjörð á Islandi, oftast kall-
að „Litunarkver Ólavíusar“. Þar er ekki minnst á sortulit, en
því meira er þar fjallað um indigóið og ýmsar aðrar litunarað-
ferðir, m.a. úr íslenzkum jurtum, sem Olavius sýndi fram á að
mætti nota til að fá fram ýmiss konar liti, er (síðan) hafa verið
nefndir jurtalitir. Líklega hefur þetta kver átt mikinn þátt í því
að sortulitun lagðist smám saman niður.
Þó var gerð heiðarleg tilraun til að endurvekja sortulitun á
fyrri hluta 19. aldar, en það var sá þekkti alvitringur og
107