Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 36
ekki staðist tímans tönn og rannsóknaraðferðirnar jafnist ekki
á við vísindi nútímans, ætla ég einnig að birta hinar tvær til
fróðleiks. Finnist einhverjum þær hjákátlegar við hlið nú-
tímakenninga er þeim það til afsökunar að þær eru verk sinna
tíma. Fyrri greinin er rituð með hönd Páls Zóphóníassonar í
tilefni af vanhöldum á sauðfjárbúum. Honum mælist svo:
„Riðan er enn órannsökuð. Svipaðir sjúkdómar henni er i Eng-
landi. Hefur miklu verið kostað upp á rannsóknir þeirra, og er nú svo
komið að talið er að um þrjá sérstaka sjúkdóma sé að ræða. Við
tveimur þeirra er tekin upp bólusetning, en við einum þeirra eru enn
ekki fundin nein ráð. Talið er ólíklegt að riðan hér sé sami sjúkdómur
og annar hver af þessum tveimur, sem bólusetning er þegar fundin
við, og er það byggt á því að þar telzt smitið berast frá kind til kindar
með skorkvikindi, sem hér er ekki til. Þó likist riðan mest öðrum
þessum sjúkdóm, a.m.k. fyrir augum leikmannsins, sem sér veika
kind, og er ekki ómögulegt að eitthvert annað skorkvikindi, sem hér
er, geti borið smitið á milli, svo að smitunarfarvegurinn verði hér
annar, þó að veikin sé hin sama. Er líklegt, að svo geti farið, að við af
rannsóknum Englendinga getum lært svo, að ekki þurfi að bíða í
mörg ár, unz við höfum ráð til að fyrirbyggja að kindin smitist af
riðu, og losnum þá við vanhöld af hennar völdum.“25
Óneitanlega býr von í brjósti Páls og væri betur hefði hún
ræst. En við bíðum enn, röskum 40 árum síðar, eftir „ráðum
til að fyrirbyggja að kindur smitist af riðu.“ Hin seinni er á
þessa lund:
„Ungur, ísl. læknir, Snorri Hallgrímsson, hefir að undanförnu
dvalið á háskólanum í Árósum í Danmörku, og unnið á rannsókna-
stofu skólans, undir handleiðslu Lárusar prófessors Einarssonar.
Hefir hann einkum tekið fyrir rannsóknir á riðuveiki í sauðfé, sem
mest hefir gert vart við sig í Eyjafirði og Skagafirði. í þessu skyni
hefir hann fengið hér að heiman, innýfli, heila og mænu úr riðu-
veikum kindum.
Rannsóknir þessar hafa nú leitt í ljós, að um sóttnæman sjúkdóm
er að ræða, er lýsir sér sem bólga í mænu, heila og heilahimnum
kindanna.
Hyggst Snorri að halda áfram rannsóknum sínum hér heima á
næsta vori, og hefir sótt um styrk af fé því, sem á fjárlögum er veitt til
rannsókna á riðuveiki.“17
Það sem þarna er sagt um bólgu í mænu, heila og heila-
himnum kindanna kemur reyndar ekki allskostar heim og
38