Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 3

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 3
miðbiki 19. aldar voru sendir hingað dýralæknar til þess að leggja á ráð til varnar þeirri plágu. I kjölfar þeirra heimsókna komu fram tillögur til stjórnarinnar hvað eftir annað um stofnun fjögurra dýralæknisembætta m.a. frá Jóni Sigurðs- syni forseta og prófessor Tscherning, en þeir ferðuðust um hér á landi til að leggja á ráð gegn fjárkláðanum, og fengu í hendur víðtæk völd í því mikla deilumáli. Á Alþingi komu einnig fram tillögur um að ráða bót á skorti dýralækna t.d. frá Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum 1865 og Benedikt Sveinssyni 1875, en árangur varð enginn. Árið 1877 flytur stjórnin sjálf frumvarp til laga um skipan dýralækna á íslandi, þar sem gert var ráð fyrir að hér á landi störfuðu 4 dýralæknar. Frumvarpið var fellt og það sem furðulegast er, við atkvæðagreiðslu lögðust bændur á Alþingi gegn því. Árið 1891 flytur stjórnin á ný frumvarp um skipan dýra- læknamála á fslandi. Var þar gert ráð fyrir tveim dýralækn- um, öðrum í Suður- og Vestur-amtinu, hinum í Norður- og Austur-amtinu. Var frumvarp þetta samþykkt sem lög nr. 22, 2. október 1891. Hélst sú skipan til ársins 1915 en þá voru samþykkt ný lög um dýralækna, og dýralæknum fjölgað úr tveimur í fjóra, einn fyrir hvern fjórðung. Það er eftirtektarvert að ástæðan til þess að Alþingi setur löggjöf um dýralækna virðist fyrst og fremst hafa verið sú, að útflutningur á lifandi búfé (hrossum og sauðfé) og síðar slát- urafurðum var í hættu nema því aðeins að stjórnvöld hefðu í þjónustu sinni lærða dýralækna. Sjúkdómar í búfé lands- manna virðast hinsvegar ekki hafa verið næg ástæða fyrir Alþingi til að koma á skipan dýralækna hér á landi, samanber andstaða bænda sem fram kom við frumvarpið árið 1877. Þannig var staða þessara mála, þegar ungur dýralæknir, Sigurður Einarsson var skipaður til starfa sem dýralæknir fyrir Norður- og Austur-amtinu með aðsetri á Akureyri árið 1910. Sigurður var fæddur í Hafnarfirði 4. apríl 1885, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur frá Hörgsholti og fyrri manns hennar Einars Einarssonar trésmiðs og organista frá Laxárdal í Gnúpverjahreppi. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.