Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 109
STARFSSKYRSLUR 1984-1985
til aðalfundar Ræktunarfélags Norðurlands að Laugabakka í Miðfirði
23. ágúst 1985.
I. SKÝRSLA ÞÓRARINS LÁRUSSONAR
Heyefnagreiningar og aðrar fóðurefnagreiningar.
Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu, voru efnagreind 1842
þjónustuheysýni frá bændum á síðastliðnu ári og munu þau
ekki fyrr hafa orðið fleiri. Nokkur aukning varð á Norður-
landi, en mest munar um fjölda sýna úr öðrum sýslum, bæði
frá Austurlandi og þó sérstaklega úr A.-Skaftafellssýslu, en
þaðan hafa borist fá sýni áður.
Að meðaltali er útkoma á fóðurgildi heyja svipuð frá fyrra
ári. Helst má nefna betri útkomu í Skagafirði (2,21 ’83) og
N.-Þingeyjarsýslu (1,96 ’83) en lakari í Eyjafirði (1,88 ’83).
Prótein mældist heldur lægra nú (15,7 ’83). Kalí reyndist
hærra í ár (14,9 ’83) að meðaltali og vegur Skagafjörður og
N.-Þingeyjarsýsla þar þyngst, hækkaði um 13-14%, sem er í
samræmi við batann í heygæðum og hafa sér í lagi Skagfirð-
ingar tekið sig þarna á miðað við mörg fyrri ár.
Heldur fleiri votheyssýni bárust nú en í fyrra (180 ’83).
Fóðurgildið reyndist heldur skárra þrátt fyrir hærra sýrustig,
4,8 (4,5 ’83) enda var það tiltölulega þurrt i ár, 27,0 (23,3 ’83).
Þá voru efnagreind um 400-500 sýni önnur, einkum úr
tilraunum á Möðruvöllum og nokkur frá Skriðuklaustri auk
fóðurblandna af ýmsu tagi. Efnagreining á loðdýrafóðri hefur
farið vaxandi. Voru efnagreind 256 sýni frá 1. júlí 1984 til 31.