Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 3

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 3
5 snertir, og þyrfti að reyna að hafa áhrif á það. Stjórnin skrifaði Bergenska gufuskipafélaginu í vetur og fór fram á að fá niðursett farmgjald fyrir Sam- bandið. Fékk það hinar beztu undirtektir, svo að látið var alveg að óskum stjórnarinnar. Nú þarf að halda áfram við bað félag samningaleiðina og fá það til að taka fleiri hafnir á Sambandssvæðinu upp á áætlun, t. d. Reyðarfjörð. 8. Um störf ráðunauts vísast að öðru leyti til skýrslu hans um störf hans árið 1911—12. 9' Uthlutað hefir verið verðlaunum fyrir góða hirðingu áburðar í báðum Múlasýslum, 75 kr. í hverri, og fengið fé frá þeim háðum, til þess að halda áfram í sömu stefnu. Þetta er rétt spor, enda þyrfti Sam- bandið að leggja áherzlu á áburðarmálið. 10. Piægingar og plægingarkensla hefir nú komizt á, með styrk frá Búnaðarfél. Isl. Plægingarnar voru boðnar út í öllum búnaðarfélögum Sambandsins veturinn 1910—11, en ekkert verkefni fékkst á þann hátt. Fór þá stjórnin prívatleiðina, og fékk ein- staka menn til að ríða á vaðið, og fékk á þann hátt svo mikil vinnuloforð, að ráðizt var í að ráða plógmann. Síðan plógmaðurinn var ráðinn hefir verið pöntuð nokkur vinna að auki, svo að nú þegar er nóg sumarvinna fyrir manninn. Plægingar hafa þegar farið fram nær 3 vikur og ganga mjög vel og útlitið er ágætt, þegar hestarnir fara að æfast, svo að von má gjöra sér um, að áhugi á plægingum vakni hjá almenningi, þegar árangurinn sést frá þessu sumri. Búnaðarsambandið leggur til hesta og verkfæri,

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.