Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Síða 4

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Síða 4
6 og verður þeim kostnaði jafnað niður á vinnudaga að afstöðnum plægingunum í haust. Hér við má athuga, að stjórnin telur heppilegt og jafnvel nauðsynlegt, að sambandið gangist fyrir herfun á hinni plæðgu jörð, t. d. á næsta ári og mun leggja það atriði fyrir fundinn. 11. Ráðunautur Sambandsins Benedikt Kristjánsson sagði upp starfa sínum frá 1. þ. m. Með þvi að ólíklegt þótti, að til starfans fengist vel hæfur mað- ur í hans stað án launahækkunar, en slíkur maður var hér til staðar, þektur fyrir starfsemi sína bæði við gróðrarstöðina og skólann hér, var starfinn ekki auglýstur, heldur ákvað stjórnin að sameina hann við aðstoðarkennarastarfann við Eiðaskóla. Við þetta vanst fyrst og fremst það, að fyrirbyggja yfir- vofandi launahækkun og í öðru lagi lítilsháttar launahækkun (50 kr.) frá því sem verið hefir. Þessi ráðstöfun verður lögð undir samþykki fundarins. 12. Það hefir verið leikið ískyggilega mikið af búnaðar- félögum ýmsum utan Fljótsdalshéraðs, að ganga úr Sambandinu, annaðhvort beint, eða óbeint með því að láta hin fornu félög deyja, sem voru í Sam- bandinu og stofna ný félög, sem svo ekki ganga í Samb. Ut af þessu tók stjórnin þá ákvörðun síðastl. vetur, að vinna eftirleiðis kauplaust að eins fyrir búnaðarfélög, er í Samb. væru, og aðeins fyrir þá einstaka menn, er væru meðlimir slíkra félaga, en væri unnið fyrir aðra, þá að taka 6 kr. fyrir hvern vinnudag starfsmannna Samb. og tiltölulega fyrir parta úr dögum. — Þessi ákvörðun verður lögð undir &lit og endilega ákvörðun fundarins.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.