Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Síða 6

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Síða 6
8 Þær sýningar komust ekki á, af því að sambandinu var ókunnugt um fjárveitingu til þeirra úr sýslusjóði sem þó hafði farið fram. Stjórnin sótti því um til Búnaðarfél. Isl. að fjár- veitingin til sýninganna mætti standa til hausts 1913 og var það samþykt. Auk þess var sótt um 225 kr. styrk til Búnaðar- fél Isl. til hrútasýninga i Fljótsdalshéraði haustið 1913; er það veitt og útvegað fé á móti frá sýslu- sjóðum. Stendur þannig til að sýningar fari fram í 13 hreppum á Sambandssvæðinu næsta haust, og verð- ur það hlutverk væntanlegrar stjórnar að koma þeim á. 3. Með því að kynbótabúið á Hreiðarsstöðum hafði lagst niður árið 1912, en illt þótti að hætta þar með til- raunum með kynbætur á sauðfé, kom stjórnin á stað sauðfjárskoðun á Héraðinu síðastl. vetur, í því skyni að velja hæfan stað til stofnunar nýju kynbótabúi. Árangurinn af því varð sá, að væntanlega verður slíkt bú stofnað á Rangá næsta haust. Skýrsla um fjárskoðunina er til sýnis fundarmönn- um lögð fram. 4. Verðlaunum fyrir góða hirðingu nautgripa og sauð- fjár hefir verið úthlutað í 5 hreppum, og er það tals- verð framför frá síðustu árum. Skoðunarmenn tregðulaust valdir að tillögum Sambandsins. 5. Verðlaun hafa og verið greidd fyrir góða hirðingu áburðar í S.-M.sýslu, en þó ekki unnist upp fjárveit- ingin til þeirra í þetta sinn. Engin i N. M.sýslu. Utvegað er fé frá Suður- og Norður-Múlasýslu til framhalds því máli næstu ár, 75 kr. frá hvorri.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.