Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Qupperneq 22

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Qupperneq 22
24 Skýrsla til Búnaðarsamlbaiids Austurlands um störf mín árið 1911. Helstu störf mín á árinu, hafa verið ]>au sem nú skal greina. Ferðalög. Þau hefi eg haft talsvert mikil í ár, einkum í sumar. Hefi eg ferðast um Breiðdal, Stöðv- arfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Vopna- fjörð og Skeggjastaðahrepp í Norður-Múlasýslu, og auk þess hefi eg ferðast um ýmsa hreppa á „Héraði“. Hefi eg alls verið í ferðalagi rúma 180 daga. Á þessu ferðalagi hefi eg gefið leiðbeiningar um garðrækt, grasrækt, framræslu, vatnaveitingar. vatns- leiðslu í hús, um geymslu og notkun áburðar, um bygg- ingu áburðarhúsa og safnfora, mælt fyrir girðingum og framkvæmt land- og hallamælingar á nokkrum stöðum og auk þess veitt einstökum mönnum aðstoð við sán- ingu grasfræs og korns. Einnig hefi eg skoðað hirðingu og meðferð áburðar hjá þeim búendum í Norður- og Suður-Múlasýslum, sem sótt hafa til Búnaðarsambands Austurlands um verðlann fyrir góða hirðingu og með- ferð áburðar. En þar sem sérstök skýrsla hefir verið gefm Sambandsstjórninni um þessa áburðar skoðun verður hennar ekki minnst hér frekar. I ferð minni uin Vopnafjörð og Skeggjastaðahrepp var eg á héraðssýningu sem haldin var á sambands- svæðinu norðan Smjörvatnsheiðar að Nýpi í Vopnafirði, en þar sem eg hefi gefið sérstaka skýrslu um þessa sýningu sleppi eg að minnast hennar frekar hér. Þess skal getið að hr. búfræðiskand. B. G. Blön- dal, sem ráðinn var verkstjóri við gróðrarstöðina á Eið-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.