Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Qupperneq 23

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Qupperneq 23
25 um siðastl. sumar, hefir farið sumt af þessum leiðbein- ingarferðum fyrir mig, en eg hefi þá haft verkstjórn í gróðrarstöðinni á meðan. Pantanir. Þær hafa verið með mesta móti í ár. Hefi eg pantað fyrir félög og einstaka menn girðingar- efni, verkfæri, vatnsleiðslupípur og dælur, útsæði, tilbú- inn áburð ofl. fyrir ca. kr 7000,00. Eru pantanir þess- ar orðin talsvert stór þáttur í slarfsemi Búnaðarsam- bandsins en ilt verk og óþakklátt eru þær, einkum þar sem menn eru almennt mjög skeytingarlausir með að senda pantanir á réttum tima þ. e. um nýjár, eins og þó ætíð er tekið fram á verðlistunum. En mér hefir ekki þótt rétt að neita að taka á móti pöntunum, þótt þær kæmu á ýmsum tímum árs, en ætla sambandsstjórn- inni að taka ákvörðun um, hvort það skuli gert fram- vegis eða ekki. En eg vil benda á það að þegar sú regla er höfð, sem sambandið hefir notað undanfarin ár, og hefir gefist mjög vel, að láta seljendur senda vörurnar móti eftirkröfu, verður móttakandi að vera til staðar þegar vörurnar koma til þess að geta tekið móti þeim og borgað þær. Og þess fleiri sendingar sem maður á þann hátt fær, þess oftar verður maður að vera viðstaddur skipakomur, og getur það tekið allmik- inn tíma bæði að vorinu og sumrinu, og kemur eigi sjaldan í bága við önnur störf. Þar við bætist að menn eru oft all hirðulausir með að veita pöntuðum vörum móttöku, og vilja að sambandið eða starfsmaður þess ábyrgist vörurnar þar til þeim — eigendum — þóknast að taka þær, þótt það sé hálfu missiri eftir að þeim hef- ir verið tilkynt að þær væru komnar. Kensla. Kenslu hefi eg haft nokkra þetta ár, hefi eg kent garðyrkjufræði við búnaðarskólann á Eiðum,

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.