Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Side 27

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Side 27
29 vatnsleiðslu á Hrjót i Hjaltastaðuþ.h. 28/sl. Heima vií5 ritstörf. 1. nóv. byrjaði bókleg kensla við Eiðaskóla og hefi eg síðan unnið að henni. 12/14. desember skoðaði eg sauðfé á Rangá og Heykolisstöðum í Tungu ásamt þeim Gunnari hreppstj Pálssyni á Ketilst. og Emil bónda Tómássyni á Borg. 21/23. s. m. var eg með áðurnefndum mönnum á Ketilst. á Völlum að Ijúka við fjárskoðun þá, er hófst þ. 12. I þeirri ferð sat eg á stjórnarfundi Hrossaræktunarfélags Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum á Völlum. Eins og ofangreind skýrsla ber með sér hafa störf min og leiðbeiningar einkum lotið að jarðrækt, enda þykist eg hafa orðið þess var, að áhugi manna muni miklu meiri, nú sem stendur, fyrir jarðyrkjustörfum en kvikfjárrækt. — Langmest hefi eg gjört að girðinga- mælingum og hallamælingum fyrir vatnsveitum. Sam- fara því hafa orðið allmiklar skriftir við áætlanir og fl. Engin veruleg stórfyrirtæki hefi eg athugað á árinu. Mesta þýðingu mun áveitan á Hjaltastað hafa; Selfljótið að nokkru stíflað svo normal vatnshæð mundi hækka um 2' við stífluna. Mikið af verkinu hefir þegar verið unnið fyrir nokkrum árnm. Bréf hefi eg meðtekið um 60 og skrifað álíka mörg en auk þeirra haft talsverðar aðrar skriftir eins og að nokkru er tekið fram hér á undan. « Loks skal þess getið að á þessum 7 mánuðum ársins hefi eg verið 112 daga á ferðalagi. Eiðum 31. desember 1912. B. G. Blöndal.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.