Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 30

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 30
32 1. og 2. september fór eg að Bót, Rangá og Dag- verðargerði í Tunguhreppi. 16.—18. september á Seyðisfirði. Um það leyti leit eg líka eftir tilraunum ut- an Eiða. 28. september til 26. október ferðaðist eg á hrúta- sýningar í suðurhluta Suður-Múlasýslu og í Austur-Skafta- fellssýslu. Byrjaði ferðina með því að sitja á stjórnarnefnúar- fundi í Vallanesi. Fór þaðan um Skriðdal í Breiðdal og var þar við hrútasýningu við Gilsárbrú þ. 3. okt. Ur Breiðdal fór eg um Berufjörð og Geithellnahrepp í Lóni og var þar við hrútasýningu þ. 8. okt. Sýning þessi var nær eingöngu úr Lóni þvi Nesjahreppur viidi eigi taka neinn þátt í henni. Frá Stafafelli fór eg um Nes að Flatey á Mýrum og var þar við sýningu, og sama dag síðd. við sýningu á Smirlabjörgum í Suður- sveit. Sýningin átti að vera ein, en vegna óheppilegra staðhátta var henni tvískift. Dóm og sýninganefnd var þó sú sama á báðum stöðunum. Sýningarfénu var skift eftir fjártölu í hreppuuum eða því sem næst. Sýningar þessar voru báðar 11. október. Ur Suðursveit fór eg til Fáskrúðsfjarðar og var þar á hrútasýningu þann 21. s. m. Upphaflega átti aðeins 1 sýning að vera fyr- ir Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalshreppa, en vegna stað- hátta var farið eins að og í Mýra og Borgarhafnar- hreppum að sýningunni var skift. Allar voru sýningar þessar fremur illa sóttar af mönnum, líka fremur fjárfáar miðað við fjárfjölda og gæði viðkomandi hreppa. A öllum sýningunum voru allir hrútar bæði vegnir og mældir, og dómendur unnu verk sitt svo samviskusamlega sem unt var. Þegar tekið er tillit til þess, hve sýningar eru hér ungar og

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.