Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 31

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 31
33 og mikilll barnabragur þar af leiðandi á þeim. Verði þeim haldið áfram geta þær með tímanum orðið fjár- ræktinni til mikils gagns; bæði munu þær vekja áhuga og eins ættu þær með tímanum að verða markaðsstaður fyrir hrúta eldri og yngri. I þessari ferð skoðaði eg áburðarhirðingu og út- búnað til að bæta hana hjá Páli bónda Þorsteinssyni í Tungu í Fáskrúðsfirði. Hann hefir sótt um verðlaun fyrir áburðarhirðingu. Frá 29. okt. til 2. nóv. sat eg á stjórnarfundi í Vallanesi. Fyrir utan þau ferðalfig, sem hér eru talin, sat eg á Búnaðarþingi í Reykjavík í forföllum Gunnars hreppstj. Pálssonar, tók sú ferð 26 daga. Á árinu hefir sú nýbreitni verið tekin upp í sam- bandi við Ræktunarfélag Norðurlands, eins og hinni háttvirtu stjórn er kunnugt, að starfsmaður sambandsins hefði meðferðis spurningalista og leitaði upplýsinga um ýms búnaðaratriði, bæði um almenn búnaðaratriði, beyja fiflun, áburðarhirðingu, fóðrun, garðyrkju o. fl. Listar þessir koniu ekki rnér í hendur fyrri en í ágúst og hafði eg því minna tækifæri til að nota þá en ella hefði orðið. Spurningar hefi eg lagt fyrir 17 búendur í N.-Múla- sýslu, 20 búendur í S. Múlasýslu og 12 í Austur-Skafta- fellssýslu eða samtals 49 búendur. Við spurningarnar hefir það komið í Ijós að búreikningshald er mjfig litið, og að bændur eru yfirleitt furðu fáfróðir um margt við- víkjandi rekstri búa sinna. Mun þá einkum valda áhuga- leysi. þekkingarskortur á búreikningum og vöntun á hagkvæmum og óbrotnum reikningsformuin. Hin stærri Búnaðarsambönd virðast því eiga hér mikið og þarft 3

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.