Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 34

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1911, Page 34
36 1. Matjurtir■ Þeim var bæði sáð í vermireit og á bersvæði, sum- um hvorttveggja en öðrum aðeins á annan staðiun. I vermireit var sáð: gulrófum íslenzkum, blómkáli, hvít- káli, rauðkáli, savoykáli, rósakáli og toppkáli. Á ber- svæði var sáð: toppkáli, rósakáli, grænkáli, skorson- rót, pastinaki, pétursselju, lauk, spínati, sallati, karsa, rauðrófum, gulrótum, gulrófum og hnúðakáli og ertum. 29/4 var sáð i vermireitinn en gróðursett úr honum dag- ana frá 4—6. júní. Fyrir gulrætur voru valdir 3 sáð- tímar, 20/10 1910, 13/4 og 13/5 1911. Hinum öðrum teg- undum var sáð á tímabilinu frá 12—20. maí. Auk þess, sem áður er getið, voru jarðepli lögð í jörðu 30. og 31. maí. Áburður notaður bæði tilbúinn og húsdýraáburður í nokkuð mismunandi mæli. Áburðurinn var ávalt blandaður í jörðina fyrir sáningu, nema hjá hinum sáðu gulrófum, þar var Chile-saltpétri eigi sáð fyr en 12/7. Þá voru hálftegundirnar iðuglega vökvaðar með þunnri uppleysingu af áburðarvatni í júní, og lítið eitt fram í júlí. Á þeim tíma gengu miklir þurkar og var þá mikl- um tíma varið til vökvunar. Enda átti hirðing mat- jurtanna, einkum káltegundanna, á þessum tíma mest- an þátt í þroska þeirra og framförum. Eiginlega gat maður eigi talað um neina verulega framför hjá mat- jurtunum fyrri en hitarnir miklu komu í júlí, þá tók allt miklum framförnm, sem þó stöðvaðist að mestu aftur um mánaðamót júlí og ágúst, í kuldakasti því, sem þá gekk. Þessi rykkjótti vöxtur hefir óefað dregið talsvert úr framförinni og mátti því gott heita, hvað varð. Engin samanburðartilraun var gerð með gulrófna- tegundir. Þeim var eins og áður er sagt, sumpart sáð

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.