Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 142
ÞORIIALLUR ÞORGILSSON:
Um íslenzka sálma úr trúarljóðum Prúdentíusar
r 'i'í . , : • . ' v ) • ‘ - í. ú ■ , ■ • • ;
I. „JAM MOESTA QUIESCE QUERELA“
I íslenzku æfisagnadeildinni á Landsbókasafninu getur að líta örþunnt kver, sem hef-
ur að yfirskrift: „Reglur við jarðarför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur
þriðjudaginn 4. maí 1880 / Prentsmiðja Isafoldar . . . /“, áttblöðungur. Þar stendur
þetta: „Við gröfina verður sungið kvæði. Ganga síðan þeir sem vilja aftur til kirkju í
þeirri röð sem þeir vilja, og verður þar að lokum sunginn sálmurinn „Jam moesta
quiesce querela“ “. Að svo hafi verið gert, sést af öðru kveri, sem hefur að geyma frá-
sögn H. E. Helgesens skólastjóra af útförinni, en þar segir berari orðum, að eftir það
að kistur þeirra hjóna Jóns Sigurðssonar og konu hans höfðu verð látnar síga niður í
gröfina, hafi meiri hluti líkfylgdarinnar gengið aftur til dómkirkjunnar og „var þar að
endingu sunginn latinski útfararsálmurinn eptir Prudentius: „Jam moesta quiesce
querela“ “. Var þar með athöfninni lokið og gekk hver heim til sín.
Hér er auðvitað um að ræða vel þekkt erindi úr trúarljóði Prúdentíusar „Hymnus
circa exequias defuncti“, sem hefst á orðunum: Deus, ignee fons animarum . . . (Cathe-
merinon liber, X).
Kvæði Prúdentíusar er langt, yfir 170 Ijóðlínur, skv. útgáfu 1949 í Loeb Class. Libr.
Utdrátturinn er hvergi lengri en 40 vísuorð. Sömu erindin hafa orðið fyrir valinu frá
upphafi. Fyrst virðist þessi útdráttur gerður í lútherskum sið á þýzku. Þó hyggur Daniel,
að styttri mynd hymnans, ef til vill sami útdrátturinn, hafi verið hafður um hönd í
ítölsku kirkjunni jafnvel löngu fyrir siðabyltinguna: „carmen Prudentii in Italiae pro-
vinciis olim exsequiis defunctorum inserviisse, pro certo possum affirmare“ Thes. I, p.
140, o. v. Þess sjást þó engin spor í breviariis, ritualibus eða hymnariis frá fornkristnum
tíma. Um hitt eru nægar heimildir, að siðskiptamenn tóku ástfóstri við þetta ljóð Prú-
dentíusar, og var það lengi vel, í hinni styttri mynd, vinsælast af útfararsálmum þeirra
og ýmist sungið á latínu eða þýzku í hinni kunnu þýðingu, sem byrjar svo: Hört auf mit
Trauern und Klagen . . .
Lúther hrósar mjög hymnurn og söngvum Prúdentíusar, telur hann eitt hið merkasta
skáld kristninnar. „Eg vildi mjög gjarnan, að söngvar og vers Prúdentíusar væru lesin í
skólunum" (Walch, Luthers Schriften XXII, 2055). Útdrátturinn „Jam moesta . .er