Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 148
148
ÞORHALLUR ÞORGILSSON
Magnús konferensráð Stephensen virðist ekki hafa vitað um nema þrjár þýðingar
áður prentaðar, að sjálfsögðu þýðingu Kristjáns og svo að líkindum Grallara-þýðing-
arnar, en ekkert um hinar þrjár, sem birtust í útgáfum gömlu sálmabókarinnar og
Dominicale, að ekki sé nefnd þýðing Marteins biskups. Hann er ekki fyllilega ánægður
með neina þeirra. 1 formála II. útg. sálmabókarinnar 1819, bls. VII—VIII, segir: „No.
33 [í Viðbætinum], eptir Prudentii: Jam mæsta quiesce querela, af hverjum ágæta
Sálmi margir saknad hafa heppnari útleggíngar í Sálmabókinni, enn 3 ádur prentadar
vyrdast vera, annadhvert í samhurdi við þann frumqvedna Sálm, eda í tilliti til lidug-
leika í skáldskap, eptir hans sérlega lagi. Þó vyrdtist -—- þannig sem nú er gj0rt — hent-
ugt ad laga hans lta og 2ad vers svo, ad eginleg yrdu til saungs vid allar greftranir og
um legstadi mana hér á Iandi.'1 Þetta er álit þeirra Magnúsar Stephensen og Geirs Vída-
lín, sem undirrita formálann. Lagfæringarnar tók Magnús að sér. Er öll þýðing hans
hinn herfilegasti samsetningur og sízt nær frumtextanum en margar hinar fyrri. Tvö
fyrstu erindin, sem einkum urðu fyrir lagfæringum lians, eru svona:
011 harmakvein hætti að sinni.
Haldi náungar tárunum inni!
Ei ber sofnaðan ástvin að gráta;
lífs endurgjöf dauðann má játa.
Hví skrautbúna legstaði lítum?
Leiðin á ristar minningar ýtum?
Merkja þau, að mold þar um vefur
mann, sem ekki er dauður, en sefur.
Magnús tekur einnig að sér að bjarga frumsálminum frá gleymsku. í eftirmála við
„Evangelisk-kristilega Messu-saungs- og Sálma-Bók“, editio IV, Viðeyjar Klaustri 1825.
bls. 383, segir: „Prudentii látínski Utfarar Sálmur finnst nú líka hér prentadur [bls.
365] hjá hans íslendsku útleggingu, svo hann ecki lídi undir lok . ..“ Eru báðir textarnir
endurprentaðir í 6. útg. sáhnabókarinnar, VKI. 1833, og síðan í öllum útgáfum upp frá
því — íslenzka þýðingin með nokkrum smávægilegum orðalagsbreytingum — síðast í
13. útgáfu, Reykjavík 1866. bls. 278—282. Þar lýkur sögu „Leirgerðar“, og sálmabók-
in er gefin úl í nýrri mynd nokkrum árum síðar. Aður en skyggnzt verður eftir sálmum
Prúdentíusar í þeirri útgáfu. skal vikið nokkuð að hinni óprentuðu þýðingu, sem áður
er getið.
Finnur prófessor Magnússon (1781—1847) var hagmæltur vel og fékkst talsvert við
yrkingar. Eftir hann eru hér í handritasöfnum nokkrar þykkar kompur og þéttskrifaðar,
sumar eiginhandarrit, með ljóðum af ýmsu tagi, gamankvæðum, drykkjuvísum, eftir-
mælum, söguljóðum o. s. frv. Þar eru og þýðingar, einkum úr þýzku og dönsku, einnig
kvæði á dönsku. Sálmar eru og til eftir hann, frumortir og þýddir. 1 kvæðasyrpu hans
JS. 343 4to, bls. 187, er t. d. „Líksálmur Prudentii“, ný þýðing. Það er uppskrift Finns