Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 8
8
LANDSBÓKASAFNIÐ 1953—1954
Gjöf Haralds Sig-
urðssonar vélstjóra
Verðugt er að minnast sérstaklega á góða bókagjöf frá Haraldi
Sigurðssyni vélstjóra, sem lézt í Reykjavík 27. nóvember 1954.
Gjöf Ragnars
Lundborg
Skömmu fyrir andlát sitt tilkynnti hann Landsbókasafninu, að
hann ætti nokkrar gamlar bækur, sem sér þætti vænt um, og kysi hann helzt að þær yrðu
eign Landsbókasafnsins eftir sinn dag. Afhenti hann þá þegar nokkrar þeirra, en sumar
afhenti kona hans, frú Alice Sigurðsson, að manni sínum látnum. Meðal bóka þessara
eru gamlar útgáfur af Islendingasögum, Sturlungu, Snorra-Eddu og Heimskringlu,
nokkrar útgáfubækur Páls Sveinssonar, orðabók Fritzners og ýmislegt fleira, sem nú
gerist torfengið. Sumar bækurnar hafa verið í eigu afa Haralds og langafa, þeirra Jens
Sigurðssonar rektors og Björns Gunnlaugssonar yfirkennara, en Haraldur var sonur
Sigurðar prófasts Jenssonar í Flatey.
Bókagjöf Haralds Sigurðssonar var Landsbókasafninu mjög kærkomin, ekki sízt
vegna þess hugarfars, sem slíkar ráðstafanir bókelskra manna eru af sprottnar.
I janúar 1954 andaðist í Stokkhólmi dr. Ragnar Lundborg, sem
mörgum var kunnur hér á landi, einkum fyrr á árum þegar sjálf-
stæðisbarátta íslendinga stóð sem hæst. Ritaði hann þá bækur og
fjölda greina um sjálfstæðismál íslands og barðist drengilega fyrir íslenzkum málstað.
Hann byrjaði snemma að safna öllu, sem ritað var um íslenzk stjórnmál, bókum, ritling-
um og blaðagreinum á ýmsum málum. Hélt hann því áfram eftir föngum til síðustu
stundar. í erfðaskrá sinni mælti hann svo fyrir, að Landsbókasafn íslands skyldi eignast
safn þetta eftir sinn dag, og var það sent hingað að honum látnum. Er einkum góður
fengur í úrklippusafninu, sem er mikið fyrirferðar og snyrtilegt að frágangi, allt fest inn
í þar til gerðar bækur.
Dr. Ragnar Lundborg átti allmikið safn bóka og ritlinga um þjóðarétt og skyld efni
og var dánargjöf hans til Landsbókasafnsins hluti úr þessu safni. Fyrir atbeina dr. Helga
Briem, sendiherra íslands í Stokkhólmi, var Landsbókasafninu gefinn kostur á að eign-
ast með mjög vægu verði þann hluta safnsins, er því var ekki ánafnaður í erfðaskránni,
og var því boði tekið með þökkum. Safn þetta er samtals um 2500 bindi og verður það í
sérstakri deild. a. m. k. fyrst um sinn.
Handrítasafninu hafa borizt margar og góðar gjafir á árunum
1953—54. Skal fyrst nefnd mjög kærkomin gjöf frá frú Elenore
Sveinbjörnsson, ekkju Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds, sem nú á heimili í Kan-
ada, komin á níræðisaldur. Með bréfi til forsætisráðherra tilkynnti hún á síðastliðnu
sumri, að hún gæfi íslenzku þjóðinni öll eftirlátin handrit manns síns, en flest þeirra
hafa verið geymd fullan aldarfjórðung í lokuðum kassa í Landsbókasafninu. Frúin sendi
jafnframt Landsbókasafninu fagurlega ritaða skrá um öll tónverk manns síns, prentuð
og óprentuð, myndir og fleiri minjar, þar á meðal heiðurspening úr gulli, sem konung-
ur íslands og Danmerkur sæmdi Sveinbjörn 1874 fyrir lagið við „Ó, guð vors lands“.
í safni þessu eru auk handrita að tónverkum Sveinbjörns nokkrar ritgerðir eftir hann
um tónlist, kvæðaþýðingar og fleira. Einnig er þar mikið safn greina úr blöðum og
tímaritum, er geyma dóma samtíðarinnar um tónskáldið og störf hans. Er mikill fengur
Handritasaínið