Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 132
132
BALDUR ANDRÉSSON
Eg geri ráð fyrir, að Sigfús hefði þá getað vitnað í aðrar tónsmíðar eftir hann, sem eru
þróttlitlar. Hvorar tveggju ei*u til og fer þá eftir því, sem textinn gefur tilefni til.
Sveinbjörn klæddi ekki Jjjóðlagið í íslenzkan búning, heldur færði hann það í erlend-
an viðhafnarbúning. Hin rammíslenzku sérkenni þjóðlagsins runnu honum ekki svo í
merg og blóð, að þau lituðu tónsmíðar hans. Hann varð því ekki íslenzkur Grieg. En
hann er sjálfstæður, og tónsmiðar hans, sem ég þekki, eru svo greinilega markaðar per-
sónu hans, að ráða mætti i höfundinn, þótt nafnsins væri ekki getið. Sveinbjörn var gáf-
að, ljóðrænt tónskáld rómantísku stefnunnar, og eru beztu sönglögin hans svo vel gerð,
fögur og sönn, að ekki yrði fram hjá þeim gengið í úrvali þess bezta, sem enn hefir
komið fram með þjóðinni í sönglagagerð. Þau eru vígð til langlífis.
Eg man vel eftir Sveinbirni hér í Reykjavík, áður en hann fór alfarinn til Kaupmanna-
hafnar: — virðulegur öldungur, silfurhvítur fyrir hærum, gáfulegur og göfugmannleg-
ur. Hann var í senn fyrirmannlegur og ljúfmannlegur, en reyndist þungur á bárunni,
þegar kastaðist í kekki í tónlistarlífinu og honum fannst sér misboðið. Útlendingur hef-
ir lýst honum þannig: „Við, sem kynntumst manninum sjálfum síðar, fundum, að hann
var listamaður af lífi og sál. Hann var hæverskur og yfirlætislaus í framgöngu, eins og
miklir menn einir geta leyft sér að vera, án þess að minnka í áliti manna. Hann var sann-
menntaður maður og hjartahreinn“ (Dagbladet, Kaupmannahöfn 1909).
Eins og geta má nærri, var Sveinbirni sýnd margs konar viðurkenning í lifanda lífi.
Kristján konungur IX gaf honum heiðurspening úr gulli 1874 fyrir hátíðarsönglagið.
Friðrik konungur VIII sæmdi hann stórriddarakrossi Dannebrogs-orðunnar fyrir Kon-
ungskantötuna, að loknum hljómleikunum í Kaupmannahöfn 1909. Hann heiðraði og
tónskáldið á þeim hljómleikum með návist sinni og drottningarinnar. Ennfremur voru
systur konungsins, Alexandra Englandsdrottning og María keisaraekkja frá Rússlandi,
viðstaddar, ásamt mörgu öðru stórmenni. Arið 1911 veitti Friðrik VIII konungur hon-
um prófessors nafnbót. Hann hafði loks heiðurslaun úr ríkissjóði ævilangt, svo sem áð-
ur hefir verið skýrt frá, og var stórriddari Fálkaorðunnar.
Enn er mikill hluti verka hans óprentaður. En nú hefir ekkjan gefið íslenzku Jjjóð-
inni til fullrar eignar handritin af verkum hans. Mun þjóðin ætíð minnast Jjess með
Jjakklæti. Handritin eru nú geymd í Landsbókasafninu, ásamt ýmsum fleiri minjum. er
varða ævi tónskáldsins og starf. Mér þykir sennilegt, að hinir erlendu forleggjarar hafi
eignazt útgáfuréttinn að þeim tónsmíðum Sveinbjarnar, sem Jjeir gáfu út. Til skamms
tíma átti Wilhelm Hansen, Musik-Forlag í Kaupmannahöfn, útgáfuréttinn að þjóð-
söngnum. Nú er liann eign íslenzka ríkisins, eins og áður er getið. Meðan handritunum
að hinum óprentuðu verkum tónskáldsins hafði ekki verið ráðstafað, fékk enginn í þau
að hnýsast. Nú hafa menn aðgang að þeim í Landsbókasafninu. En Jjar við má ekki láta
staðar numið. Það Jjarf að hefjast handa um útgáfu þeirra, því þá fyrst fær almenning-
ur greiðan aðgang að þeim. Fyrr er ekki að vænta, að fiðlusnillingar okkar Ieiki fiðlu-
sónötuna hans eða hljómsveitin okkar rhapsodíurnar og önnur hljómsveitarverk hans.
Það stæði næst Alþingi að veita á fjárlögum styrk til þessarar útgáfu. Annað væri ekki
sæmandi, Jjegar öndvegistónskáld okkar og höfundur Jjjóðsöngsins á í hlut.