Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 151
U M ÍSLENZKA SÁLMA
151
Norðanfara XI, 13.—14., Þjóðólf 1871, 42.—43., 44. og 1872, 9.—10. tbl., ennfremur
„Athugasemdir um „Nokkrar athugasemdir . . .“ . . .“ eftir Stefán Thorarensen, Rv.
1872). Nefndin vann þó merkilegt starf að því leyti, að hún hreinsaði burt úr sálmabók-
inni mikinn leirburð og afkáralegar þýðingar.
Þá hvarf þýðing Magnúsar Stephensens á Jam moesta quiesce querela út úr sálma-
bókinni, og önnur kom í staðinn, spánný þýðing, gerð af einum nefndarmannanna, séra
Stefáni Thorarensen á Kálfatjörn, sem þá var löngu þjóðkunnur orðinn fyrir sálma-
kveðskap sinn og fékk sér úthlutaðan allríflegan skerf í hinni nýju sálmabók (upp undir
100 bls. af 495 I. Þýðing hans er ágæt, eins og vænta má, nær nútímanum en nokkur
hinna, en ef til vill minna hlaðin því seiðmagni og litauðgi lífrænnar trúar, sem frum-
sálmurinn stafar frá sér. Þannig leggur hann út fyrsta erindið:
Þér ástvinir, eyðið nú hörmum
og afþerrið tárin á hvörmum;
við endalok útlegðar nauða
hið algjörða líf vinnst í dauða . . .
Þýðing hans féll mönnum vel í geð og hefur hún síðan varpað skugga gleymskunnar
á allar fyrri þýðingar, svo að tæpast er ofmælt að segja, að sálmavers Prúdentíusar hafi
síðan eingöngu geymzt hér í þessari þýðingu. Hún hefur verið prentuð í þessurn sálma-
bókarútgáfum:
Rv. 1875, nr. 394, bls. 406-^107; 1884, bls. 392—393; 1886, nr. 604, bls. 651—652;
í sálmabók „Önnur prentun“, Rv. 1889, nr. 604, bls. 534—536; 1892, bls. 536—538;
1895, bls. 515—516; 1898, bls. 496-^97; 1899, bls. 547—548; 1903, bls. 421—422;
1907 (9. prentun), bls. 424—425; 1909, bls. 451—452 og 610—611 (ljóðlínusetta
útg.); 1909 (11. prentun), bls. 451—452 og 610—611; 1912, bls. 424—425; 1919, bls.
424—425; 1923, bls. 481—483; 1925, bls. 551—552 og 610—611 (16. prentun);
[Lpz.] 1928 (18. prentun), bls. 610—611; Rv. 1929, bls. 551—552; „Sálmabók og
helgisiða-reglur Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi“, Wpg.
1915, nr. 283, bls. 271 (aðeins 1., 2., 7. og 10. erindi); sarna, önnur prentun 1918, nr.
283, bls. 271; Sálmabók til kirkju- og heimasöngs, fyrsta prentun, Rv. 1945, nr. 622,
bls. 675—677.
Eins og rakið hefur verið hér að framan, hefur þá „útfararhymni“ Prúdentíusar ver-
ið þýddur a. m. k. ellefu sinnum á íslenzku, síðan um siðaskipti, og flestar þýðingarnar
til á prenti. Er þó engan veginn öruggt, að öll kurl hafi komið til grafar við eftirgrennsl-
an þessa. En allt er hér tínt til, sem ég hef rekizt á, og er það, skilst mér, nokkru meira en
áður var kunnugt um.
Allar eru þýðingarnar gerðar fyrir 1880, og margar þeirra, eða jafnvel flestar, hefðu
átt að vera kunnar þeim lærðu mönnum, sem réðu allri tilhögun við útför Jóns Sigurðs-
sonar. Er það því nokkur furða, að engin þeirra varð fyrir valinu og heldur gripið til