Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 151

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 151
U M ÍSLENZKA SÁLMA 151 Norðanfara XI, 13.—14., Þjóðólf 1871, 42.—43., 44. og 1872, 9.—10. tbl., ennfremur „Athugasemdir um „Nokkrar athugasemdir . . .“ . . .“ eftir Stefán Thorarensen, Rv. 1872). Nefndin vann þó merkilegt starf að því leyti, að hún hreinsaði burt úr sálmabók- inni mikinn leirburð og afkáralegar þýðingar. Þá hvarf þýðing Magnúsar Stephensens á Jam moesta quiesce querela út úr sálma- bókinni, og önnur kom í staðinn, spánný þýðing, gerð af einum nefndarmannanna, séra Stefáni Thorarensen á Kálfatjörn, sem þá var löngu þjóðkunnur orðinn fyrir sálma- kveðskap sinn og fékk sér úthlutaðan allríflegan skerf í hinni nýju sálmabók (upp undir 100 bls. af 495 I. Þýðing hans er ágæt, eins og vænta má, nær nútímanum en nokkur hinna, en ef til vill minna hlaðin því seiðmagni og litauðgi lífrænnar trúar, sem frum- sálmurinn stafar frá sér. Þannig leggur hann út fyrsta erindið: Þér ástvinir, eyðið nú hörmum og afþerrið tárin á hvörmum; við endalok útlegðar nauða hið algjörða líf vinnst í dauða . . . Þýðing hans féll mönnum vel í geð og hefur hún síðan varpað skugga gleymskunnar á allar fyrri þýðingar, svo að tæpast er ofmælt að segja, að sálmavers Prúdentíusar hafi síðan eingöngu geymzt hér í þessari þýðingu. Hún hefur verið prentuð í þessurn sálma- bókarútgáfum: Rv. 1875, nr. 394, bls. 406-^107; 1884, bls. 392—393; 1886, nr. 604, bls. 651—652; í sálmabók „Önnur prentun“, Rv. 1889, nr. 604, bls. 534—536; 1892, bls. 536—538; 1895, bls. 515—516; 1898, bls. 496-^97; 1899, bls. 547—548; 1903, bls. 421—422; 1907 (9. prentun), bls. 424—425; 1909, bls. 451—452 og 610—611 (ljóðlínusetta útg.); 1909 (11. prentun), bls. 451—452 og 610—611; 1912, bls. 424—425; 1919, bls. 424—425; 1923, bls. 481—483; 1925, bls. 551—552 og 610—611 (16. prentun); [Lpz.] 1928 (18. prentun), bls. 610—611; Rv. 1929, bls. 551—552; „Sálmabók og helgisiða-reglur Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi“, Wpg. 1915, nr. 283, bls. 271 (aðeins 1., 2., 7. og 10. erindi); sarna, önnur prentun 1918, nr. 283, bls. 271; Sálmabók til kirkju- og heimasöngs, fyrsta prentun, Rv. 1945, nr. 622, bls. 675—677. Eins og rakið hefur verið hér að framan, hefur þá „útfararhymni“ Prúdentíusar ver- ið þýddur a. m. k. ellefu sinnum á íslenzku, síðan um siðaskipti, og flestar þýðingarnar til á prenti. Er þó engan veginn öruggt, að öll kurl hafi komið til grafar við eftirgrennsl- an þessa. En allt er hér tínt til, sem ég hef rekizt á, og er það, skilst mér, nokkru meira en áður var kunnugt um. Allar eru þýðingarnar gerðar fyrir 1880, og margar þeirra, eða jafnvel flestar, hefðu átt að vera kunnar þeim lærðu mönnum, sem réðu allri tilhögun við útför Jóns Sigurðs- sonar. Er það því nokkur furða, að engin þeirra varð fyrir valinu og heldur gripið til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.