Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 128
128
BALDUR ANDRÉSSON
margt heldra fólk Kaupmannahafnar. Blöðin létu vel af samsöngnum, en söngdómar-
arnir bjuggust þó við að heyra þar aðra tóna, af því að höfundurinn var íslenzkur. Þau
bjuggust við einhverju tröllauknu og hrikalegu, en sögðu að allt hefði verið blítt og
þýtt og því fullt af sólskini. En mjög vel hafi söngnum verið tekið og Sveinbirni þakkað
með dynjandi lófaklappi.
Eg hefi séð söngdóma í fimm blöðum Kaupmannahafnar og eru þeir allir á einn veg
um tónskáldið. Eg ætla því að ræða það nánar.
Ollum ber þeim saman um, að Sveinbjörn tilheyri klassisk-rómantísku stefnu nitj-
ándu aldarinnar og gæti sérstaklega áhrifa frá Mendelssohn og Gade í tónsmíðum hans.
Tvö blöðin taka fram, að hann sé ekki neinn Grieg og að árangurslaust hafi verið hlust-
að eftir sérstökum íslenzkum tón í lögunum. Þau taka þetta fram meðfram vegna þess,
að blöðin höfðu, áður en samsöngurinn fór fram, flutt vinsamlegar greinar um Svein-
björn, skýrt frá æviferli hans, flutt myndir af honum og getið þess, að hann væri „hinn
íslenzki Grieg“. En þeim ber saman um, að handbragðið á verkum hans sé listrænt og
beri vitni um fágaðan og hámenntaðan listamann.
Ég býst við, að þetta séu réttir dómar.
Og þó er undirtónn í greinunum, sem ber vott um litla hrifningu. Það þótti ekki leng-
ur árið 1909 meðmæli með tónskáldi að vera undir áhrifum Mendelssohns og Gades.
Það var næstum því það sama og að segja, að tónskáldið væri andleg eftirlegukind. En
þessi stimpill gat þó aldrei orðið Sveinbirni til lasts, því hann er fæddur á fyrri helming
nítjándu aldar og var því ekkert eðlilegra, en að tónsmíðar hans bæru þess merki. Ef við
lítum á samtíðarmenn hans, sem eru í fremstu röð danskra tónskálda og eru honurn
andlega skyldir, eins og Heise og Lange-Miiller, þá eru þeir sama markinu brenndir og
Sveinbjörn. Tónsmíðar þeirra eru litaðar af sama tíðarandanum, þ. e. hinni klassisk-
rómantísku stefnu nítjándu aldarinnar. Þó eru mörg sönglög þeirra dáð og sungin enn
í dag af dönsku þjóðinni og talin með því bezta, sem fram hefir komið í danskri söng-
lagagerð. Ég vil svo bæta því við, að ég þekki ekkert sönglag eftir þá, sem tekur fram
„Sverri konungi“. Það þarf að leita til enn meiri tónsnillings með Dönum til að finna
jafngott verk. Ég legg að líku „Sverri konung“ og „Knud Lavard“ eftir Niels W. Gade,
sem var öndvegistónskáld þeirra á nítjándu öld.
Danir rita um þessi tónskáld sín með ólíkt meiri virðingu og sanngirni og skoða þau
og skilja í ljósi samtíðar sinnar. Poliiiken komst þannig að orði, að Sveinbjörn væri
enginn víkingur, sem færi út í heiminn og legði undir sig ný lönd fyrir listina. Þetta er
jafnsatt, hvort sem það væri sagt um Sveinbjörn, Heise eða Lange-Miiller. En — blaðið
gerir meiri kröfur til íslendinga en sinna manna.
Einsöngslögin við íslenzka texta eru ekki mörg. Kunnust eru „Sverrir konungur“.
„Vetur“ (Hvar eru fuglar), „Við Valagilsá“, „Sprettur“ og „Huldumál“ (Echo ). Minna
kunn hér á landi eru sönglögin við enska texta, eins og „The Challenge of Thor“. ..The
Viking’s Grave“ o. fl.
A sönglögum hans er enginn viðvaningsbragur. Hann hefir haft næga kunnáttu til að