Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 146
146
ÞORHALLUR ÞORGILSSON
þýðingunni hér að framan. og í þeirri röð sem þau eru þýdd): 30., 14., 9., 10., 11., 31.,
32., 33., 34. og 35.
Hin þýðingin í sálmabók GuÖbrands biskups er næst á eftir þessari, á bl. ccxxjv—■
ccxxijr, og er upphafið svona:
Grátið ei lengur liðinn mann,
lítið heldur á sannleik þann,
sem rétt kristinn er upp farinn,
fyrir dauða til lífs kjörinn.
og niðurlagiö:
Að komi sú sæla tíð, '
sem Guð hét öllum sínum lýð.
Mynd, sem nú er moldu hulin,
mun þá skína skært sem sólin.
Nægja þessi dæmi til að sýna, að hér er enn frekar en í fyrri þýðingunni vikiö frá
rími og efni frumsálmsins, og er þessi þýðing bersýnilega harla ómerkileg og „ein hinna
lélegri að öllu leyti“ (PEOUppt., 193). I síðari sálmabókarútgáfum koma báðar þýð-
ingarnar þráfaldlega fyrir, sú fyrri er endurprentuö í útgáfunni 1619, bl. 336v og í útg.
Gísla biskups Þorlákssonar 1671, bl. 301v; sú síðari í sömu útgáfum, 1619, bl. 237 og
1671, bl. 302. Einnig víða í handritum, flestum þó yngri, t. d. Lbs. 1248, 8vo (18. öld).
í grallaranum, 6. útg., Skálholti 1691, bls. 322, er „Hymnus Prudentii in Exeqviis“.
10 erindi, og þar næst „Same Psalmur a Islendsku. Med sama Ton“, upphaf:
Syrgjum vér ei sáluga bræður,
syrgjum hvorki föður né mæður.
Réttláta menn dauðinn ei deyðir,
um dyrnar til lífsins þá leiðir.
Þessi þýðing er til í handriti, sem er nokkru eldra en útgáfan („Musicum Sacrum þad er
Andlegt Hliödfære“, Lbs. 1568 8vo, skr. 1689 af Jóni sýslumanni Þorlákssyni í Beru-
nesi, að því er PEÓ. telur), og kennir þar nokkurra frávika í orðalagi, t. d.: Syrgjum
ekki sáluga bræður, o. s. frv. (s. ennfremur Lbs. 607 8vo, bls. 71). ■— Eins og Rosenberg
tekur fram í áöurnefndu riti sínu, er þetta góð þýðing, sem „kun staar lidt tilbage for
Nutidens udmærkede Gengivelser“ (Nordb. Aandsliv III, 147), og kveöandin er ná-
kvæm eftirstæling fyrirmyndarinnar.
Þá kemur næst, á bls. 325—6: „Same Psalmur wtsettur a Islendsku af S. Stephan
Olafssyne ad Vallanese ma syngja nær med sama Lage og Jam moesta qviesce qverela.“
Séra Stefán Ólafsson í Vallanesi (1619—1688) var höfuðljóðskáld íslands á ofanverðri
17. öld og liinn mesti rímsnillingur. Hann var víðlesinn, fjölfróður og frumlegur í