Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Blaðsíða 129
129
SVEINBJÖRN SVEINBJ ÖRNSSON TÓNSKÁLD
geta tjáð það í tónum, sem bærðist í brjósti hans, á þann hátt sem hann vildi. Þess vegna
falla lag og ljóð í faðma. „Sverrir konungur“ er svipmikil ballata og fellur lagið alls
staðar vel að textanum. Það missir því ekki marks, sé það vel sungið af góðum radd-
manni. Gísli Jónsson ritstjóri hyggur, að þar kenni óbeint áhrifa frá kóral Lúters „Vor
guð er borg á bjargi traust“. Eg vil ekkert um það fullyrða, en hitt er víst, að þegar í
upphafi lagsins og forspilinu er um greinileg áhrif að ræða frá „Tannháuser-marsin-
um“ eftir Wagner. Þetta dregur þó á engan hátt úr heiðri höfundarins. Lagið er sjálf-
stæð og persónuleg tónsmíð, eins og bezt verður á kosið. I „Spretti“ er fákurinn á harða-
stökki. (Eins er það í þjóðlaginu „Olafur og álfamær“, sem Sveinbjörn raddsetti fyrir
söngrödd með píanóundirleik og einnig fyrir karlakórl. I „Hvar eru fuglar“ er angur-
vær saknaðarblær. Hvergi verður vart við mikinn sársauka eða kvöl í tónsmíðum hans,
jafnvel ekki þar, sem þess væri að vænta, eins og í „The Viking’s Grave“. Sorgin er þar
með notalegum þunglyndisblæ.
Mendelssohn sagði einhverju sinni við nemanda sinn, sem fært hafði honurn nýja
tónsmíð til yfirlesturs: Þessir hljómar eru ekki „gentlemanlike“. Hann notaði enska
orðið. Honum fannst raddfærslan ruddaleg. Það hefði engin hætta verið á því, að Svein-
björn hefði sætt slíkri aðfinnslu, hefði hann verið nemandi hans. Tónsmíðar hans eru
fágaðar og göfugar.
Kórlögin eru mikið sungin hér á landi. Samband íslenzkra karlakóra gaf út árið
1932 ,Tólf sönglög fyrir karlakór“ eftir hann. Meðal þeirra er þjóðsöngurinn. Enn-
fremur eru í heftinu þessi alþekktu lög: „Ó, blessuð vertu sumarsól“, ,,Ó, fögur er vor
fósturjörð“, „Drottinn, sem veitti frægð og heill til forna“, „Töframynd í Atlantsál“,
„Lýsti sól“, „Dettifoss“, „Fífilbrekka“ (þjóðlag) „Er vindur hvín“, „Ólafur og álfa-
mær“ (þjóðlag) o. fl.
Kórstill Sveinbjarnar er í mörgu frábrugðinn því, sem við áttum að venjast hjá eldri
tónskáldum okkar. Hann samdi oftast lagið við öll erindin, og hafði yndi af að láta
raddirnar ganga á víxl og flétta þær saman. Er þessi kórstill fjölbreyttur og skemmti-
legur.
..Páskadagsmorgunn", samið fyrir blandaðan kór, er orðinn fastur liður í guðþjón-
ustunni hjá okkur í dómkirkjunni hvern páskadagsmorgun.
Urn píanótónsmíðar hans verð ég fáorður. Ég þekki því miður ekki nema þrjár:
„Vikivaka“, saniið um þjóðlögin, „Góða veizlu gjöra skal“ og „Hér er kominn Hoff-
inn“, og svo ..Idyl“, samið um þjóðlagið „Stóð ég úti í tunglsljósi“. Bæði þessi lög hefir
Emil Thoroddsen spilað inn á hljómplötur og þau heyrast við og við flutt í útvarpinu.
Þriðja lagið er „Pastorale“.
Fiðlutónsmíðar hans nokkrar hafa verið fáanlegar hér í bókabúðum, en heyrast þó
sjaldan leiknar. „Romanza“, „Vögguvísa“ og „Moment musical“ eru lítil og lagleg lög.
„Humoresque“ er fagurt og skemmtilegt fiðluverk. Mér fyndist það viðeigandi, að rík-
isútvarpið léti góðan fiðluleikara leika þessi lög inn á stálþráð eða hljómplötur, svo
landsmönnum gefist kostur á að kynnast þeim.