Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Qupperneq 129

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Qupperneq 129
129 SVEINBJÖRN SVEINBJ ÖRNSSON TÓNSKÁLD geta tjáð það í tónum, sem bærðist í brjósti hans, á þann hátt sem hann vildi. Þess vegna falla lag og ljóð í faðma. „Sverrir konungur“ er svipmikil ballata og fellur lagið alls staðar vel að textanum. Það missir því ekki marks, sé það vel sungið af góðum radd- manni. Gísli Jónsson ritstjóri hyggur, að þar kenni óbeint áhrifa frá kóral Lúters „Vor guð er borg á bjargi traust“. Eg vil ekkert um það fullyrða, en hitt er víst, að þegar í upphafi lagsins og forspilinu er um greinileg áhrif að ræða frá „Tannháuser-marsin- um“ eftir Wagner. Þetta dregur þó á engan hátt úr heiðri höfundarins. Lagið er sjálf- stæð og persónuleg tónsmíð, eins og bezt verður á kosið. I „Spretti“ er fákurinn á harða- stökki. (Eins er það í þjóðlaginu „Olafur og álfamær“, sem Sveinbjörn raddsetti fyrir söngrödd með píanóundirleik og einnig fyrir karlakórl. I „Hvar eru fuglar“ er angur- vær saknaðarblær. Hvergi verður vart við mikinn sársauka eða kvöl í tónsmíðum hans, jafnvel ekki þar, sem þess væri að vænta, eins og í „The Viking’s Grave“. Sorgin er þar með notalegum þunglyndisblæ. Mendelssohn sagði einhverju sinni við nemanda sinn, sem fært hafði honurn nýja tónsmíð til yfirlesturs: Þessir hljómar eru ekki „gentlemanlike“. Hann notaði enska orðið. Honum fannst raddfærslan ruddaleg. Það hefði engin hætta verið á því, að Svein- björn hefði sætt slíkri aðfinnslu, hefði hann verið nemandi hans. Tónsmíðar hans eru fágaðar og göfugar. Kórlögin eru mikið sungin hér á landi. Samband íslenzkra karlakóra gaf út árið 1932 ,Tólf sönglög fyrir karlakór“ eftir hann. Meðal þeirra er þjóðsöngurinn. Enn- fremur eru í heftinu þessi alþekktu lög: „Ó, blessuð vertu sumarsól“, ,,Ó, fögur er vor fósturjörð“, „Drottinn, sem veitti frægð og heill til forna“, „Töframynd í Atlantsál“, „Lýsti sól“, „Dettifoss“, „Fífilbrekka“ (þjóðlag) „Er vindur hvín“, „Ólafur og álfa- mær“ (þjóðlag) o. fl. Kórstill Sveinbjarnar er í mörgu frábrugðinn því, sem við áttum að venjast hjá eldri tónskáldum okkar. Hann samdi oftast lagið við öll erindin, og hafði yndi af að láta raddirnar ganga á víxl og flétta þær saman. Er þessi kórstill fjölbreyttur og skemmti- legur. ..Páskadagsmorgunn", samið fyrir blandaðan kór, er orðinn fastur liður í guðþjón- ustunni hjá okkur í dómkirkjunni hvern páskadagsmorgun. Urn píanótónsmíðar hans verð ég fáorður. Ég þekki því miður ekki nema þrjár: „Vikivaka“, saniið um þjóðlögin, „Góða veizlu gjöra skal“ og „Hér er kominn Hoff- inn“, og svo ..Idyl“, samið um þjóðlagið „Stóð ég úti í tunglsljósi“. Bæði þessi lög hefir Emil Thoroddsen spilað inn á hljómplötur og þau heyrast við og við flutt í útvarpinu. Þriðja lagið er „Pastorale“. Fiðlutónsmíðar hans nokkrar hafa verið fáanlegar hér í bókabúðum, en heyrast þó sjaldan leiknar. „Romanza“, „Vögguvísa“ og „Moment musical“ eru lítil og lagleg lög. „Humoresque“ er fagurt og skemmtilegt fiðluverk. Mér fyndist það viðeigandi, að rík- isútvarpið léti góðan fiðluleikara leika þessi lög inn á stálþráð eða hljómplötur, svo landsmönnum gefist kostur á að kynnast þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.