Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 88
88
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
10) 25-26: Eiðrofin.
11) 27—30: Bjargráð ása, njósnir (27-29) og liösöfnun (30).
12) 31-33: Dauði Baldurs.
13) 34: Hegning Loka.
14) 35-37: Hegning vondra manna, hinzta ferö þeirra (35) og kvalastaÖur (36-37).
15) 38-39: Fyrirboðar ragnaraka.
16) 40-42: A varðbergi. Síöasta vísan er þriðja stef: 42, 45, 54.
17) 43-44: Boðun ragnaraka.
18) 46-49: Sókn jötna, hrímþursar og bergrisar (46-47), húsþing ása og ráðleysi
dverga (48), Surtur (49).
19) 50-51: FallÓðins.
20) 52: Fall Þórs.
21) 53og55: Örlög jarðar.
22) 56-57: Endurjundir ása.
23) 58-60: Viðreisn veraldar, æsir (58—59) og menn (60).
24) 61: Niðurlag, flótti Níðhöggs.
Um 5. atriði er fjallað í átta vísum, urn 11. og 18. atriði í fjórum vísum hvort, en
um 12., 14., 16. og 23. atriði í þrem vísum hvert. Stakar vísur fela í sér 13., 20. og
24. atriði. Um hin atriðin, 14 af 24, er fjallað í vísnatvenndum. Ein tvenndin, 21.
atriði, er fleyguð af þriðja stefi (Sjá 16. atriði.).
I öllum dómum um fornan kveðskap er tvennt, sem telja verður óskráð lög:
A. Hlíta ber handritum sem framast má verða.
B. Virða ber merkingu hvers orðs.
Sé vikið frá þessum sjálfsögðu skyldum, verður niðurstaða vafasöm, oftast með
öllu ómerk. Ber því að meta meira vitnisburð heimilda en skoðanir fræðimanna, ef
á milli her.
Frávik frá handriti — önnur en þau, að stafsetning er samræmd, — eru þessi helzt:
1) Orðin helgar í 1. vísu (2. vo.) og vas í 10. vísu (1. vo.) standa ekki í Konungs-
hók. Þau eru fengin úr Hauksbók.
2) I 37. vísu er orðinu vargar breytt í -varga (4. vo.) og jiaN í jmnns (5. vo.)
samkvæmt Hauksbók. í sömu vísu er sýg lesið só (7. vo.), þótt Hauksbók hafi savg
(Sjá síðar.).
3) Orðið gengu í 6. vísu (1. vo.) er í Konungsbók skrifað gen/gengo, og 4. vísu-
orð 41. vísu: at Herjajpðrs, hljóðar þar: at hiarar at heriafcvdrs. Hvort tveggja er
leiðrétt eftir Hauksbók. Svipuð tvíritun kemur fyrir í 44. vísu, en miklu meiri. Þar
hefur skrifari Konungsbókar tvískrifað orðin ymr iþ aldna tre eN iótvN losnar scelfr,
en skaíið hin fvrri út (2. lína 4. bls. Kb.), þó ekki betur en svo, að enn má lesa þau.
4) A fjórum stöðum skil ég öðruvísi milli orða en gert er í Konungsbók, svo að
máli skipti: himinjó, dýrr (4. vo. 5. v.), hdr. himin iodyr; meinsvara (3. vo. 37. v.),