Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 120
120
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
gæti y átt rætur að rekja til orðsins byggja, sem fer næst á eftir í sama vísuorði. Hins
vegar skal bent á orðtakið að eiga börn og buru, þar sem farið er með burr sem u-
stofna-orð væri. Synir tveggja brœðra: afkomendur Baldurs og Haðar.
Hœnir og tveir brœðr (þ. e. Hgðr ok Baldr, 58. v.). Þannig er tekið fram sérstak-
lega, að höfuðguðirnir séu — eins og í árdaga — þrír (Sbr. 18. v.).
hlaut við kjósa. Eftir ragnarök þurfa æsir að „hýtimbra hgrg ok hof“ (7. v.).
Fellur þá í hlut Hænis að afla viðar. Auðvitað kemur k0rviðr einn til greina.
golli þakiðr salr (60. v.): hof. Sbr.: „I hofi þessu, sem er allt gulli lagt, vegsama
menn líkneski þriggja goða“ (Adam frá Brimum, þýðing Bjarna Aðalbjarnarsonar,
ísl. fornrit XXVI, 23).
Gimlé, þ. e. *gim-hlé: skjól fyrir eldi (Lex. poet.). Surtarlogi er slokknaður, svo að
ekki þarf að óttast hann. Hins vegar má ætla, að skáldið hafi haft annan eld í huga:
eld helvítis. Hann mun ekki ná til Miðgarðs hins nýja, sem er því réttnefnt „Gimlé“
dyggum dróttum.
Efni þrenningarinnar „Viðreisn veraldar“ og næstu vísna á undan (55-57) fléttast
rammlega við upphaf kvæðisins (3.-8. v.). Sköpunarsagan endurtekur sig í aðaldrátt-
um. Eftir að jörðin hefur risið úr sæ öðru sinni (55. v.) og æsir fundizt á 1 ðavelli
(56. v.), þar sem þeir milda fyrst sorgir sínar með umræðum og teiti tafls (56.-57. v.),
taka þeir til óspilltra málanna, koma skipulagi á göngu nýrra himintungla (58. v.),
efna til nýrra hofa og hörga, auka kyn sitt og taka sér bólfestu á himni (59. v). Hins
vegar verður að telja sjálfsagt, að Gimlé sé „und Miðgarði“, þar sem góðir menn tigna
guði sína í gullnum sal ok of aldrdaga ynðis njóta (60. v.). Ás kærleikans — og
ásamt honum til vara hreinsunareldur — á að vera trygging þess, að ekki sæki í sama
horfið: Bpls mun alls batna. Baldr mun koma (58. v.).
24. atriði, 61. vísa:
NIÐURLAG
Flótti Níðhöggs.
61. Þar kpmr enn dimmi
dreki fljúgandi,
naðr fránn, neðan
níðit fjpllum.
Berr sér í fjpðrum,
— flýgr vpll yfir, —
Níðhgggr nái.
Nú mun hón sókkvask.
Með 60. vísu lauk spá völunnar. í síðustu vísunni, hinni 61., er völvan komin til
sjálfrar sín (Sbr. Vsp. Nord., 20. bls.). Efni vísunnar er því veruleiki.
neðan níðit fjollum (Um viðskeytta greininn sbr. goðin, 23. v.). Neþan er síðasta