Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 138
GRÍMUR M. HELGASON
UM HANDRIT
ÞORSTEINS ERLINGSSONAR
Vorið 1963 hlotnaðist Landsbókasafni merk og kærkomin gjöf. Börn Þorsteins Er-
lingssonar skálds, frú Svanhildur og Erlingur læknir, gáfu safninu handrit hans og
bréfasafn. Muni Þorsteins ýmsa og prentaðar bækur létu þau aftur á móti renna til
Þj óðminj asafns.
Þótt enn hafi ekki verið endanlega ákveðið, að hve miklu leyti umrædd handrit verði
til afnota fyrst um sinn, þótti ekki ástæða til að fresta birtingu eftirfarandi greinar-
gerðar um þau; en nákvæm lýsing og efnisskrá bíður næsta bindis handritaskrár.
Bréfasafn Þorsteins (Lbs. 4156^1169, 4to) er mikið að vöxtum. Bréfritarar eru
hátt á sjötta hundrað. Mörg bréfanna eru frá sölumönnum Bjarka og ArnjirSings, sem
Þorsteinn ritstýrði. Hann var sjálfur eljusamur bréfritari. Hefir Landsbókasafn
þegar fengið til eignar nokkur bréfasöfn, þar sem hann er meðal bréfritara, og vafa-
laust munu fleiri bætast við. Sum þessara bréfa hafa þegar birzt á prenti, til annarra
hefir verið vitnað. Bréf hans til eftirtalinna manna eru í eigu Landsbókasafns: Eiríks
Magnússonar bókavarðar í Cambridge (Lbs. 2185, 4to), Jóns Jónssonar alþingis-
manns frá Sleðbrjót (Lbs. 2172, 4to), Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar (Lbs. 4212,
4to), Sighvats Grímssonar Borgfirðings (Lbs. 2355, 4to), Sigurðar Vigfússonar forn-
fræðings (Lbs. 1313, 4to), Valdimars Ásmundssonar ritstjóra (Lbs. 3578, 4to), Valtýs
Guðmundssonar prófessors (Lbs. 3705, 4to) og síra Þorleifs Jónssonar á Skinnastað
(Lbs. 1885, 4to).
Landsbókasafn hefir ekki fyrr en nú eignazt kvæði Þorsteins með hendi hans
sjálfs, en sum þeirra höfðu áður borizt safninu í handritum ýmissa manna, þ. e. a. s. í
handritunum Lbs. 2098, 4to, úr fórum Þorvalds Thoroddsens; Lbs. 3167, 4to, m. h.
Gísla Þorsteinssonar á Meiðastöðum; Lbs. 1151, 8vo, m. h. Ólafs Davíðssonar; Lbs.
1869, 8vo, m. h. Halldórs Jónssonar í Miðdalsgröf; Lbs. 2184, 8vo, m. h. Sigmundar
Matthíassonar Longs; Lbs. 3165, 8vo, úr fórum síra Magnúsar Helgasonar skólastjóra;
IB. 979, 8vo, úr fórum Jóns Jónssonar Borgfirðings. Vera kann, að þau leynist víðar.
Er hinn mesti fengur að eiginhandarritum Þorsteins, en sum kvæðanna eru í fleiri
en einni gerð (Lbs. 4170-4172, 4to). Handritum að kvæðum, sem birzt hafa í Þyrnum
og Eiðnum, hefir verið haldið sér. Meðal þeirra er handritið að kvæðinu um Fjalla-
Eyvind og uppkast að hluta þess. Kvæðunum hefir verið raðað í stafrófsröð eftir upp-
höfum, svo að auðvelt verði að bera þau saman við prentaðar útgáfur. Hér er einnig
að finna sundurlaust eintak útgáfu Þyrna 1897 með breytingum Þorsteins sjálfs fyrir