Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 138

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 138
GRÍMUR M. HELGASON UM HANDRIT ÞORSTEINS ERLINGSSONAR Vorið 1963 hlotnaðist Landsbókasafni merk og kærkomin gjöf. Börn Þorsteins Er- lingssonar skálds, frú Svanhildur og Erlingur læknir, gáfu safninu handrit hans og bréfasafn. Muni Þorsteins ýmsa og prentaðar bækur létu þau aftur á móti renna til Þj óðminj asafns. Þótt enn hafi ekki verið endanlega ákveðið, að hve miklu leyti umrædd handrit verði til afnota fyrst um sinn, þótti ekki ástæða til að fresta birtingu eftirfarandi greinar- gerðar um þau; en nákvæm lýsing og efnisskrá bíður næsta bindis handritaskrár. Bréfasafn Þorsteins (Lbs. 4156^1169, 4to) er mikið að vöxtum. Bréfritarar eru hátt á sjötta hundrað. Mörg bréfanna eru frá sölumönnum Bjarka og ArnjirSings, sem Þorsteinn ritstýrði. Hann var sjálfur eljusamur bréfritari. Hefir Landsbókasafn þegar fengið til eignar nokkur bréfasöfn, þar sem hann er meðal bréfritara, og vafa- laust munu fleiri bætast við. Sum þessara bréfa hafa þegar birzt á prenti, til annarra hefir verið vitnað. Bréf hans til eftirtalinna manna eru í eigu Landsbókasafns: Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge (Lbs. 2185, 4to), Jóns Jónssonar alþingis- manns frá Sleðbrjót (Lbs. 2172, 4to), Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar (Lbs. 4212, 4to), Sighvats Grímssonar Borgfirðings (Lbs. 2355, 4to), Sigurðar Vigfússonar forn- fræðings (Lbs. 1313, 4to), Valdimars Ásmundssonar ritstjóra (Lbs. 3578, 4to), Valtýs Guðmundssonar prófessors (Lbs. 3705, 4to) og síra Þorleifs Jónssonar á Skinnastað (Lbs. 1885, 4to). Landsbókasafn hefir ekki fyrr en nú eignazt kvæði Þorsteins með hendi hans sjálfs, en sum þeirra höfðu áður borizt safninu í handritum ýmissa manna, þ. e. a. s. í handritunum Lbs. 2098, 4to, úr fórum Þorvalds Thoroddsens; Lbs. 3167, 4to, m. h. Gísla Þorsteinssonar á Meiðastöðum; Lbs. 1151, 8vo, m. h. Ólafs Davíðssonar; Lbs. 1869, 8vo, m. h. Halldórs Jónssonar í Miðdalsgröf; Lbs. 2184, 8vo, m. h. Sigmundar Matthíassonar Longs; Lbs. 3165, 8vo, úr fórum síra Magnúsar Helgasonar skólastjóra; IB. 979, 8vo, úr fórum Jóns Jónssonar Borgfirðings. Vera kann, að þau leynist víðar. Er hinn mesti fengur að eiginhandarritum Þorsteins, en sum kvæðanna eru í fleiri en einni gerð (Lbs. 4170-4172, 4to). Handritum að kvæðum, sem birzt hafa í Þyrnum og Eiðnum, hefir verið haldið sér. Meðal þeirra er handritið að kvæðinu um Fjalla- Eyvind og uppkast að hluta þess. Kvæðunum hefir verið raðað í stafrófsröð eftir upp- höfum, svo að auðvelt verði að bera þau saman við prentaðar útgáfur. Hér er einnig að finna sundurlaust eintak útgáfu Þyrna 1897 með breytingum Þorsteins sjálfs fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.