Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 133
BJORGVIN GUÐMUNDSSON TONSKALl)
133
SKRÁ
um handrit Björgvins Guðmundssonar tónskálds, sem afhent voru Landsbókasafni
til varðveizlu í júní 1965.
Lbs. 725, fol. — ADVENIAT REGNUM TUUM. Helgi-kantata (Sacred Cantata) eftir
B. G. Samin 24. nóv. til 27. des. 1924 fyrir blandaðar raddir nieð píanó- eða orgel-
undirleik við enskan biblíu-texta.
Handr. er búið til prentunar. Texti á íslenzku (prentaður, þýddur af tónskáldinu) og ensku
(vélritaður) fylgir, og eru báðir settir undir nóturnar. Einnig fylgir efnisskrá. Verkið skiptist
í 8 atriði fyrir kór, einsöng og tvísöng. Nótnahandr. er 82 bls.
Lbs. 726, fol. — „ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR“. Kantata (söngdrápa) eftir B. G. við
Hátíðarljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Santin árið 1929 og útsett fyrir
blandaðar raddir með píanó-undirleik.
Búið til prentunar. Handr. er að mestu fjölritað, en nokkrar fremstu og öftustu síðurnar skrif-
aðar. Prentaður texti fylgir í tveim eint., svo og vélrituð efnisskrá. Nóturnar eru 111 bls., og er
verkið í 12 atriðum.
Lbs. 727, fol. — ÖRLAGAGÁTAN. Óratóríó (söngdrápa) eftir B. G. útsett fyrir
blandaðar raddir með píanóundirleik. Söngtexti eftir Stephan G. Stephansson.
Ilandr. er búið til prentunar. Skýring (að nokkru vélrituð, að nokkru prentuð) fylgir, svo og
prentaður texti. I vélritaðri athugasemd við textann gerir tónskáldið nokkra grein fyrir breyt-
ingum sínum á honum. Efnisskrá fylgir. Nótnahandr. er 232 bls. Verkið er í tveim þáttum og
alls 28 atriðum.
Lbs. 728, fol. — STRENGLEIKAR. Óratóríó (söngdrápa) eftir B. G. útsett fyrir bland-
aðar raddir með píanó-undirleik. Söngtextinn er tekinn úr samnefndum ljóðaflokki
eftir Guðmund Guðmundsson.
Handr. er búið til prentunar. Vélrituð skýring fylgir, svo og texti (að nokkru prentaður, en vél-
ritaður að nokkru) og vélrituð efnisskrá. Nótnahandr. er 321 bls. Verkið er í þrem þáttum
og alls 42 atriðum.
Lbs. 729, fol. — FRIÐUR Á JÖRÐU. Óratóríó eða söngdrápa eftir B. G. Samið fyrir
sóló-raddir og kór, með forte-piano undirspili, við samnefndan ljóðaflokk eftir Guð-
mund Guðmundsson. Steypt upp úr eldra uppkasti og hreinskrifað á Akureyri
1933-34.
Innbundin bók. Á eftir titilblaði er „Athugasemd", dags. 19. júní 1934, og síðan „Hvernig Frið-
ur á jörðu varð til“, dags. 8. jan. 1948, alls 4 bls. Nótnahandr. sjálft er 311 bls. Aftast í bókinni
er efnisyfirlit. Verkið er í fjórum þáttum og alls 47 atriðum.
Lbs. 730, fol. — SKRÚÐSBÓNDINN. Harmleikur í fimm þáttum auk forleiks eftir
B. G. Þriðja uppkast.
Vélritað, heft. Á titilsíðu er skrifuð athugasemd með hendi höfundar, þar sem gerð er grein fyrir,
hvenær og hvernig leikritið varð til. 48 bls. auk titilsíðu.