Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 131

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 131
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON TÓNSKÁLD 131 fegins hendi tilboði, sem honum barst síðla vetrar 1931, um að flytjast til íslands og takast á hendur söngkennslu við Menntaskólann og barnaskólann á Akureyri. En ekki varð heimkoman honum að öllu leyti til ánægju. Hér var margt breytt frá því sem verið hafði, er hann fór vestur, og ekki allt til hins betra að hans dómi. Honum fannst hann vera afskekktur á Akureyri og eins og hálfgert olnbogabarn. Líklega er of mikið sagt, að hann hafi verið haldinn óyndi, og segist hann þó hafa „að líkindum haft meira af óyndi að segja en almennt gerist.“ Mun það einkum eiga við fyrstu árin vestra og námsdvölina í Lundúnum. En í því sambandi er þess að gæta, að Björgvin vænti sér jafnan mikils af hverju, sem í vændum var. „Ég hlakkaði bókstaflega til alls,“ segir hann um sjálfan sig barn, „til vetrarins á sumrum og til sumarsins á vetrum, til að sofna á kvöldin og til að vakna á morgnana, í stuttu máli til alls.“ Og líklega hefir þetta loðað við hann lengst af. En tilhlökkunin hýður von- brigðunum heim, og vonbrigði Björgvins um ævina urðu mörg, svo sem ljóst hefir orðið hér að framan, og sum býsna sár. Afdrifaríkast varð þó, að námsdvölin í Lund- únum varð honum ekki til þeirrar uppbyggingar, sem hann hafði vænzt, atvinnuvonir hans við tónlistarstörf í Winnipeg að henni lokinni brugðust einnig að mestu, og eftir heimkomuna til Islands þótti honum tómlæti íslendinga meira og aðstæður sínar hér aðrar og lakari en hann hafði búizt við. Enn bættist það við, að heimsókn hans í íslendingabyggðir vestra í boði Vestur-íslendinga eftir meira en 20 ára fjarveru varð honum ekki heldur að öllu leyti til þeirrar gleði, sem hann hafði vonað. Allt þetta olli því, að hann varð beiskur nokkuð með aldrinum og taldi sig og störf sín vanmetin. Og þegar svo stóð á, gat hann orðið býsna orðhvass og illskeyttur, jafnvel fremur en honum sjálfum þótti gott, er frá leið. Eftir heimkomuna samdi Björgvin engin ný stórverk, en á fyrstu árunum á Akur- eyri (1932-34) hreinritaði hann og gekk til fullnustu frá eldri verkunum, Streng- leikum, Orlagagátunni og Friði á jörðu. Mikinn fjölda smærri verka samdi hann á þeim 30 árum, sem hann var þar búsettur, sumt af því upp úr eldri drögum. Þá stofn- aði hann og stýrði um árabil Kantötukór Akureyrar, sem frumflutti mörg verk hans. Enn samdi hann (1939) leikritið Skráðsbónclann, sem tvívegis hefir verið sýnt á Akureyri, og loks Minningar sínar (lokið í janúar 1950). Björgvin var nokkuð hag- mæltur og orti sjálfur texta við sum af lögum sínum, auk söngva í leikritinu. Hann var að eðlisfari mikill eljumaður og féll ógjarnan verk úr hendi, meðan heilsa og kraftar entust. Jafnframt því sem hann vann að hreinritun og frágangi eigin verka sinna, gaf hann út, valdi og raddsetti safn af kórlögum, sem kom út fjölritað undir nafninu Söngva-Borga (Ak. 1939), svo og Sjötíu og sjö söngva handa barna- og kvennakórum (Ak. 1945) og Söngvasajn L. B. K. (Landssambands blandaðra kóra), 55 alþýðleg kórlög (Ak. 1948). Af frumsömdum verkum hans er mér kunnugt um, að þessi hafa komið út: Serenade (Chicago 1924), Kvöldbœn (Rvk 1928), íslands þúsund ár, hátíðarkantata (fjölr., Winnipeg 1930), Vögguvísa Höllu (Sofðu unga ástin mín, Rvk 1932), Dauðsmanns- sundið (Ak. 1932), / dalnum (Ak. 1932), allt einsöngslög nema hátíðarkantatan,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.