Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 155
ENN U M SÖGU ÍSLENDINGA í AMERÍKU
155
ið í veg fyrir það, að nokkru leyti, að nienn hér eða heiina þurfi að vera að setja
auglýsingar í blöðin, óskandi eftir upplýsingum, hvar þennan eða hinn er að finna.
Þótt aldrei væri nema hinna markverðustu manna getið í sögunni, þá gætu menn í
þessu atriði lesið sig talsvert áfram.
Það sem ég hef sagt viðvíkjandi landnámssöguhugmyndinni, þykja ef til vill ónógar
sannanir fyrir gagnsemi ritsins, ekki sízt kostnaðar vegna, en ég vil leggja það þá til,
að þeir menn, sem bókin segði frá og eru lifandi, tækju þátt í útgáfukostnaðinum og
borguðu fyrir söguágrip sitt eftir stærð rúms þess, er það tæki upp.
Eg skal nú ekki fara frekar út í þetta mál að sinni, og hef ég látið álit mitt í ljósi frá
flestum hliðum. Ég vona fyllilega, að menn séu nú búnir að skilja, hvað liggur fyrir
með þessa Islendingasögu í Ameríku, og ég vona, að einhver endalykt verði sem fyrst
á þessu máli, einhverju slegið föstu, hvað gera skuli.
Ég hef fulla ástæðu til að halda, að þetta mál fái framgang, því það er ekki hægt
að segja enn sem komið er, að vér íslendingar hér í Ameríku höfum stórum aukið ís-
lenzkar bókmenntir með því að semja rit og gefa út bækur.