Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 98

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 98
98 VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR Nýi ok Niði; Norðri ok Suðri, Austri ok Veslri (11. v.). Ef nöfnin Nýi og Niði eru skoðuð í ljósi tunglheitanna ný og nið (Sbr. efni 6. v.) og hlutverk hinna dverganna fjögurra haft í huga, má lesa út úr þessari samstæðu: eilíft erfiði, þrældómur. 6. atriði, 17. OG 18. vísa: SKÖPUN MANNSINS 17. Unz þríar kvýmu ór því liði, gflgir ok ástkir, æsir, at húsi, fundu á landi lítt megandi Ask ok Emblu ^rlgglausa. 18. Ond þau né ýttu, óð þau né hpfðu, lý né læti né litu góða. Ond gaf Óðinn, óð gaf Hœnir, lý gaf Lóðurr ok litu góða. Æsir, — gflgir ok ástkir at húsi, unz þríar kvgmu ór því liði, -— jundu á landi lítt megandi Ask ok Emblu flrlgglausa (17. v.). at húsi. Sbr. í túni (8. v.). Shr. einnig sonr húss, Rþ. 11. I guðfræðiritum þýðir hús s. s. fjölskylda. gslugr at liúsi (Sbr. elskr at e-u.) = heimaelskr. unz þríar kvgmu ór því liði = unz þríar kvþmu þursa meyjar ór Jgtunheimum (8. v.). Orðin gflgir ok ástkir at húsi, unz þríar kvþmu ór því liði, eru laust viðurlag við orð- ið œsir og fleyga því orðin œsir .. . jundu. Þessi litli fleygur varpar skýru ljósi á laus- ung ása: Þeir voru öflugir og heimakærir, þangað til að þursameyjarnar komu. ór því liði. Þó að þessi orð standi í 17. vísu, vísa þau eindregið til 8. vísu. Þau sýna, að dvergaþáttur Völuspár (9.-16. v.) er fleygur í kvæðinu, einn af mörgum, en miklu mestur. Með þessu stílbragði (Sbr. 33. v.) gefur skáldið í skyn, að sköpun dverga hafi verið verk, sem æsir unnu af illri nauðsyn og vildu sem minnst af vita. En nú sjá æsir, að góð ráð eru dýr. Þá vantar lið til stórræða. Og nú er ekki spurt, ,,hverr skyldi skepja“ (9. v.). Höfðingi ása og bræður hans tveir vinna verkið eigin hendi. Efniviðurinn er að vísu rekald, — lítt megandi eins og þeir sjálfir, þegar hér er komið sögu, — en askur samt, grein af lífsins tré. Aski er ætlað að auka kyn sitt á göfugan hátt. Honum er gefin Embla. Það er sjálfsagt engin tilviljun, að í fyrsta skipti, sem niðjar manna koma við sögu, eru þeir kallaðir seggir (20. v.), en „þat eru fylgðarmenn“ (Sn.-E.). Þeim er fenginn staður ofan jarðar. Æsir fórna landi og þola verur í sinni mynd. Iþ (18. v.). „Hár heitir lá“, fullyrðir Snorri, og orðvenzlafræðin styður það ein- dregið (Sjá de Vries: Altnord. Etymolog. Wörterb.). Sjálfsagt er hitt jafnrétt, sem Snorri segir: „Lœti heitir rpdd“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.