Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 98
98
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
Nýi ok Niði; Norðri ok Suðri, Austri ok Veslri (11. v.). Ef nöfnin Nýi og Niði eru
skoðuð í ljósi tunglheitanna ný og nið (Sbr. efni 6. v.) og hlutverk hinna dverganna
fjögurra haft í huga, má lesa út úr þessari samstæðu: eilíft erfiði, þrældómur.
6. atriði, 17. OG 18. vísa:
SKÖPUN MANNSINS
17. Unz þríar kvýmu
ór því liði,
gflgir ok ástkir,
æsir, at húsi,
fundu á landi
lítt megandi
Ask ok Emblu
^rlgglausa.
18. Ond þau né ýttu,
óð þau né hpfðu,
lý né læti
né litu góða.
Ond gaf Óðinn,
óð gaf Hœnir,
lý gaf Lóðurr
ok litu góða.
Æsir, — gflgir ok ástkir at húsi, unz þríar kvgmu ór því liði, -— jundu á landi lítt
megandi Ask ok Emblu flrlgglausa (17. v.).
at húsi. Sbr. í túni (8. v.). Shr. einnig sonr húss, Rþ. 11. I guðfræðiritum þýðir
hús s. s. fjölskylda.
gslugr at liúsi (Sbr. elskr at e-u.) = heimaelskr.
unz þríar kvgmu ór því liði = unz þríar kvþmu þursa meyjar ór Jgtunheimum
(8. v.).
Orðin gflgir ok ástkir at húsi, unz þríar kvþmu ór því liði, eru laust viðurlag við orð-
ið œsir og fleyga því orðin œsir .. . jundu. Þessi litli fleygur varpar skýru ljósi á laus-
ung ása: Þeir voru öflugir og heimakærir, þangað til að þursameyjarnar komu.
ór því liði. Þó að þessi orð standi í 17. vísu, vísa þau eindregið til 8. vísu. Þau sýna,
að dvergaþáttur Völuspár (9.-16. v.) er fleygur í kvæðinu, einn af mörgum, en miklu
mestur. Með þessu stílbragði (Sbr. 33. v.) gefur skáldið í skyn, að sköpun dverga hafi
verið verk, sem æsir unnu af illri nauðsyn og vildu sem minnst af vita.
En nú sjá æsir, að góð ráð eru dýr. Þá vantar lið til stórræða. Og nú er ekki spurt,
,,hverr skyldi skepja“ (9. v.). Höfðingi ása og bræður hans tveir vinna verkið eigin
hendi. Efniviðurinn er að vísu rekald, — lítt megandi eins og þeir sjálfir, þegar hér
er komið sögu, — en askur samt, grein af lífsins tré. Aski er ætlað að auka kyn sitt á
göfugan hátt. Honum er gefin Embla. Það er sjálfsagt engin tilviljun, að í fyrsta skipti,
sem niðjar manna koma við sögu, eru þeir kallaðir seggir (20. v.), en „þat eru
fylgðarmenn“ (Sn.-E.). Þeim er fenginn staður ofan jarðar. Æsir fórna landi og
þola verur í sinni mynd.
Iþ (18. v.). „Hár heitir lá“, fullyrðir Snorri, og orðvenzlafræðin styður það ein-
dregið (Sjá de Vries: Altnord. Etymolog. Wörterb.). Sjálfsagt er hitt jafnrétt, sem
Snorri segir: „Lœti heitir rpdd“.