Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 123
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
123
taka þær við hver af annarri með vaxandi þunga. Til frekari blæbrigSa og áherzlu-
breytinga er fornöfnunum lión og ek beitt á víxl. Sögnunum er dreift misjafnlega, svo
aS engin þeirra er notuS á löngum köflum. Er þetta greinilegast í sköpunarsögunni (3.
-18. v.) og ragnarökum (46.-53. v.). Þar er atburSum lýst beint og umbúSalaust.
Völvan man þá ekki, veit þá ekki og hvorki sá þá né sér. Henni finnst hún lifi þá.
Líkt og skáldiS leggur völunni í munn fornafn fyrstu og þriSju persónu á víxl, beitir
hann oft tíSum sagna í svipuSum tilgangi. Skal hér bent á nokkur dæmi. „ÞaSan
koma meyjar .. ., skpru á skíSi . . . 0rlpg seggja“ (20. v.). ÞátíSin er eins konar
innsigli örlaganna. „Haft sá hón liggja .... Þar sitr Sigyn“ (34. v.). Hin geSþekka
mynd af konu Loka verSur skýrari vegna nútíSar rétt á eftir þátíS. „0 fellr austan ....
Stóð fyr norSan . . . salr ór golli . . . , en annarr stóð á Ókólni“ (35. v.). Af þátíSinni
má ráSa, aS ferSamennirnir séu komnir fram hjá, þ. e. hafi salina þegar aS baki sér.
En niSur árinnar heyrist eftir sem áSur. „Gól of hónum . . . fagrrauSr hani. . . (40. v.).
Gól of Qsum Gollinkambi . .., en annarr gelr . . . sótrauSr hani at splum Heljar“ (41.
v.). Þannig er hanagaliS fært nær nútíS og stígandin aukin milli jötunsins, sem sat
(40. v.), og hundsins, sem geyr (41. v.). „Leika Míms synir, en mjptuSr kynndisk
at Gjallar horni“ (44. v.). ÞátíSin ber vitni heimsku jötna, sem „leika“, enda þótt áSur
hafi veriS kunngert „at Gjallar horni“, aS allt komi fyrir ekki.
Á sum atriSi Völuspár er lögS áherzla meS endurtekningum (Sbr. Vsp. Nord.,
64., 73. og 109. bls.). SkáldiS segir iSulega sama hlutinn tvisvar, t. d. „tangir skópu
ok tól g0rSu“ (7. v.). „Hótt blæss Heimdallr. Horn es á lofti“ (44. v.). „Þar kpmr enn
dimmi dreki fljúgandi, naSr fránn“ (61. v.). En stundum er sami hluturinn sagSur
þrisvar eSa fjórum sinnum. Á endurtekningum Völuspár sýnist mér vera glöggur
munur. Hinar einföldu eru merkingarlega staSbundnar, en hinar meiri háttar hafnar
yfir umhverfi sitt. Þeim má líkja viS tinda, sem sér hvern frá öSrum. Helztu endur-
tekningar eru þessar:
1) víg Gullveigar (21. v.): brenndu, þrysvar brenndu, oft, ósjaldan,
2) eiðrofin (26. v.): eiSar, orS, sœri, múl meginlig,
3) dauði fíaldurs (31. v.): Baldr, blóSugr tívurr, ÓSins barn,
4) bjargráð ása (43. v.): skeggpld, skalmpld, skildir ro klofnir,
5) fall Þórs (52. v.): mpgr HlóSynjar, ÓSins sonr, MiSgarSs véurr, Fjgrgynjar burr.
Æsir gera örvæntingarfulla tilraun til þess aS uppræta ágirnd og losta (1), en árang-
urslaust. AfleiSingin er versti glæpur, sem hugsazt getur (2). Fyrsta uppskera hins
óbætanlega glæps er ósigur hins bezta (3). Þrátt fyrir öflugt viSnám (4) fellur um
síSir einnig hinn sterkasti (5).
Samkvæmt endurtekningum Völuspár er mest áherzla lögS á víg Gullveigar, eiSrofin
og fall Þórs. Kjarninn í boSskap kvæSisins virSist því vera þessi: Þeim, sem tekst ekki
aS gæta hófs í munaSi, er háski búinn, sem jafnvel hinn sterkasti fær eigi forSazt. En í
heild boSar Völuspá, aS skilyrSi heilbrigSs lífs sé jafnvægi rnilli vinnu og nautn-
ar (Sbr. 7.-8. v.).