Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 128

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 128
128 BJORGVIN GUÐMUNDSSON TONSKALD Með þessu hugarfari og eðlisgáfu sína að leiðarljósi hóf Björgvin að semja óra- tóríuna Strengleika við texta úr samnefndum Ijóðaflokki Guðmundar Guðmunds- sonar haustið 1915. Til þessa verks notaði hann tómstundir frá erfiðri þreskingar- vinnu og öðrum bústörfum, og að öilu leyti var það unnið við hinar óhægustu að- stæður. Samt varð fyrsta uppkastinu lokið áður en vorannir hófust. Arið áður hafði Björgvin samið eitt kunnasta verk sitt, lslands lag, við ljóð Gríms Thomsens. Heimilisástæður ollu því, að Björgvin starfaði lítið sem ekki að tónsmíðum síðara hluta árs 1916, eftir að uppkastinu að Strengleikum var lokið. En í ársbyrjun 1917 tók hann til við annað stórvirki, Frið á jörðu, einnig við ljóð eftir Guðmund Guð- mundsson. Skuggi ófriðarins grúfði yfir Kanada og raunar heimsbyggðinni allri, og var Björgvin mjög uggandi um sinn hag og sinna. „Það var naumast af neinni hendingu, að hann kaus sér ,Frið á jörðu1 fyrir yrkisefni, einmitt þegar hin mikla heimsstyrjöld stóð yfir,“ segir Gísli Jónsson ritstjóri í Winnipeg í grein um Björgvin (Haugaeldar, Ak. 1962). Um þetta leyti hófst söngstjórnarferill Björgvins, og vann hann mörg næstu ár mikið starf á því sviði, bæði í Vatnabyggð og síðar í Winnipeg og víðar um byggðir Islendinga. Lítils háttar tilsögn í tónfræði og hljóðfæraleik fékk Björgvin í Winnipeg, en mjög var það í molum, og ollu því bæði fjárhagsástæður og rótgróin andúð hans á þeim mönnum, sem hann nefnir „tónjöfra Winnipegborgar“, og verður síðar vikið að áliti hans á sérfræðingum í tónlist. En vonbrigði urðu honum það, þegar Sveinbjörn Svein- björnsson var í Winnipeg 1919, að hann færðist undan að kenna Björgvin tónfræði. Mun Björgvin hafa virt Sveinbirni þetta til stórmennsku og seint gleymt því til fulls. En það má ráða af drögum að endurminningum Sveinbjörns, sem til eru í uppkasti í Landsbókasafni (Lbs. 631, fol.), að hann fékkst ekki við kennslu í tón- fræðigreinum og taldi sig sjálfan nemanda í þeim lengst af. Hann stundaði hins vegar píanókennslu mestan hluta ævi sinnar og var fús til að veita Björgvin tilsögn í þeirri grein, en það vildi Björgvin ekki þýðast. Má því vera, að það hafi fremur verið að kenna hógværð Sveinbjörns en mikillæti, að svo fór sem fór um samskipti þeirra, en sú skýring mun Björgvin aldrei hafa til hugar komið. Sjálfsnám stundaði Björgvin um þetta leyti eftir því sem aðstæður leyfðu og vafa- laust af mikilli kostgæfni. Hann var líka sískrifandi, og mörg kunnustu lög hans urðu til á næstu árum, þar á meðal Kvöldbœn (1922), Sojðu unga ástin tnín (1923 eða 24), Dauðsmannssundið og Þei, joei og ró, ró (1925). Vorið 1925 áttu að fara fram mikil hátíðahöld í Boston á vegum kirkjufélags Únítara. Séra Rögnvaldur Pétursson vakti athygli Björgvins á þessu haustið áður, hvatti hann til að semja helgikantötu við biblíutexta og tileinka verkið þessum félags- skap. Varð það úr, að Björgvin samdi kantötuna Adveniat regnum tuum (Til komi þitt ríki) þá um veturinn. Er hann hafði valið sér textann, byrjaði liann á sjálfu tónverkinu 24. nóvember, lauk uppkastinu rúmum mánuði síðar og hafði hreinritað verkið og gengið frá því til fulls 16. janúar. Handritið var síðan sent til Boston. Kantatan hlaut lofsamleg ummæli „tveggja prófessora" þar, að sögn Björgvins, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.