Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 125
JÓN ÞÓRARINSSON
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
TÓNSKÁLD
Björgvin Guðmundsson var fæddur að Rjúpnafelli í Vopnafirði 26. apríl 1891. For-
eldrar hans voru Guðmundur Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Anna Margrét Þor-
steinsdóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Björgvin var yngstur fimm barna þeirra,
sem upp komust. Hann ólst upp með foreldrum sínum á Rjúpnafelli, unz faðir hans
lézt í ársbyrjun 1908. Systur hans tvær höfðu þá flutzt vestur um haf, og eldri bróðir
hans hafði dvalizt vestan hafs um hríð, en hvarf heim aftur um þetta leyti. Næstu ár
hélt ekkjan áfram búskapnum á Rjúpnafelli með sonum sínum, en sumarið 1911 flutt-
ust þau mæðginin öll til Vesturheims.
Næstu ár dvaldist Björgvin í Winnipeg, en fluttist með fólki sínu vestur í Vatna-
byggð í Saskatchewan vorið 1915 og var þar lengst af næstu sjö ár. Hvarf hann þá
aftur til Winnipeg, og þar kvæntist hann 1. maí 1923 vestur-íslenzkri konu, Hólmfríði
Frímann, ættaðri úr Þistilfirði og Kelduhverfi. Að undantekinni nokkurra mánaða
dvöl í Chicago 1924 voru þau búsett í Winnipeg þar til haustið 1926.
Björgvin hafði þessi ár í Kanada stundað ýmsa vinnu, sem til féll, einkum þó húsa-
smíðar og landbúnaðarstörf. En tómstundum sínum varði hann til tónsmíða og var
raunar byrjaður á þeirri iðju áður en hann fór frá íslandi. Síðari árin, frá 1917,
starfaði hann einnig mikið að söngstjórn meðal Islendinga, bæði í Vatnabyggð og
í Winnipeg. Snemma á árinu 1926 hélt hann í Winnipeg tónleika með eigin verkum,
og eftir það bundust Islendingar vestra samtökum um að styrkja hann til náms í
London. Fór hann þangað haustið 1926, innritaðist í Royal College of Music, sótti
kennslu þar tvo vetur og lauk prófi vorið 1928. Eftir þriggja ára dvöl í Winnipeg
réðst hann söngkennari við Menntaskólann og barnaskólann á Akureyri og fluttist
þangað sumarið 1931 ásamt konu sinni og einkadóttur þeirra hjóna, Margréti. Þar
var hann síðan búsettur til dauðadags. Hann andaðist 4. jan. 1961.
Björgvin Guðmundsson ritaði ýtarlega ævisögu sína fram til þess tíma, er hann
fluttist aftur til íslands frá Kanada (Minningar, Ak. 1950). Það er hispurslaus og
einarðleg bók eins og Björgvin var eiginlegt, ef til vill óþarflega nákvæm um smá-
atriði, sem vandalausum lesanda kunna að þykja lítils verð, en sýnir annars glögga
mynd af höfundinum og umhverfi hans, ekki sízt uppvaxtarárunum. Einnig lét hann
eftir sig greinagott yfirlit yfir tónverk sín (Athugasemdir og skýringar við aldur og
uppruna tónverka minna), og er sú skrá í handriti í Landsbókasafni (Lbs. 738, fol.).