Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 125

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 125
JÓN ÞÓRARINSSON BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON TÓNSKÁLD Björgvin Guðmundsson var fæddur að Rjúpnafelli í Vopnafirði 26. apríl 1891. For- eldrar hans voru Guðmundur Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Anna Margrét Þor- steinsdóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Björgvin var yngstur fimm barna þeirra, sem upp komust. Hann ólst upp með foreldrum sínum á Rjúpnafelli, unz faðir hans lézt í ársbyrjun 1908. Systur hans tvær höfðu þá flutzt vestur um haf, og eldri bróðir hans hafði dvalizt vestan hafs um hríð, en hvarf heim aftur um þetta leyti. Næstu ár hélt ekkjan áfram búskapnum á Rjúpnafelli með sonum sínum, en sumarið 1911 flutt- ust þau mæðginin öll til Vesturheims. Næstu ár dvaldist Björgvin í Winnipeg, en fluttist með fólki sínu vestur í Vatna- byggð í Saskatchewan vorið 1915 og var þar lengst af næstu sjö ár. Hvarf hann þá aftur til Winnipeg, og þar kvæntist hann 1. maí 1923 vestur-íslenzkri konu, Hólmfríði Frímann, ættaðri úr Þistilfirði og Kelduhverfi. Að undantekinni nokkurra mánaða dvöl í Chicago 1924 voru þau búsett í Winnipeg þar til haustið 1926. Björgvin hafði þessi ár í Kanada stundað ýmsa vinnu, sem til féll, einkum þó húsa- smíðar og landbúnaðarstörf. En tómstundum sínum varði hann til tónsmíða og var raunar byrjaður á þeirri iðju áður en hann fór frá íslandi. Síðari árin, frá 1917, starfaði hann einnig mikið að söngstjórn meðal Islendinga, bæði í Vatnabyggð og í Winnipeg. Snemma á árinu 1926 hélt hann í Winnipeg tónleika með eigin verkum, og eftir það bundust Islendingar vestra samtökum um að styrkja hann til náms í London. Fór hann þangað haustið 1926, innritaðist í Royal College of Music, sótti kennslu þar tvo vetur og lauk prófi vorið 1928. Eftir þriggja ára dvöl í Winnipeg réðst hann söngkennari við Menntaskólann og barnaskólann á Akureyri og fluttist þangað sumarið 1931 ásamt konu sinni og einkadóttur þeirra hjóna, Margréti. Þar var hann síðan búsettur til dauðadags. Hann andaðist 4. jan. 1961. Björgvin Guðmundsson ritaði ýtarlega ævisögu sína fram til þess tíma, er hann fluttist aftur til íslands frá Kanada (Minningar, Ak. 1950). Það er hispurslaus og einarðleg bók eins og Björgvin var eiginlegt, ef til vill óþarflega nákvæm um smá- atriði, sem vandalausum lesanda kunna að þykja lítils verð, en sýnir annars glögga mynd af höfundinum og umhverfi hans, ekki sízt uppvaxtarárunum. Einnig lét hann eftir sig greinagott yfirlit yfir tónverk sín (Athugasemdir og skýringar við aldur og uppruna tónverka minna), og er sú skrá í handriti í Landsbókasafni (Lbs. 738, fol.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.