Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 101
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
101
8. atriði, 21. og 22. vísa:
FREISTARI ÁSA
21. Þat man hón folkvíg
fyrst í heimi,
es Gollveig
geirum studdu
ok í hgll Hóars
hána brenndu,
þrysvar brenndu
þrysvar borna,
oft, ósjaldan.
Þó hón enn lifir.
Gollveig (21. v.), „máttur gullsins í konulíki“ (Vsp. Nord.), er ekki aðeins hættu-
leg, heldur líka mikils háttar. Slík vættur fer ekki ein saman eins og förukona. Æsir
koma ekki heldur að tómum kofanum, þegar þeir hyggjast ná lífi hennar. Þeir verða
aS heyja viS hana jolkvíg. Af því má ráSa, aS Gullveig hafi komiS í ÁsgarS meS
fríSu föruneyti.
Seið hón leikinn. „MaSr sá, er Snorri hét, var leikinn af flagSi einu“, segir í fornu
riti (Sjá Fritzner: leikci.), enn fremur: „Loka mær hefr of leikinn allvald Yngva
þjóSar“ (Yt. 7), þ. e. Hel hefur náS konungi Svía á sitt vald. I þessum skilningi eru
æsir ,.leiknir“ í Völuspá, en leikinn, andlag meS sögninni síða: seiSa, töfra, er eintala
fyrir fleirtölu eins og brúðr. OrSiS leikinn lýsir, svo aS ekki verSur um villzt, hrösun
ása á lífsins hála ís (Sjá 94. bls.). En ásum er vorkunn. Hver fær staSizt, sem fyrst
er leikinn og síSan — bókstaflega —- galinn? Æsir hafa ekki aSeins látiS heillast
af yndisþokka fagurra kvenna, heldur kyndir kunnáttumaSur undir losta þeirra meS
römmum göldrum. Vitti hón ganda. Seið hón kunni. Þessu sama bragSi beittu æsir
sjálfir síSar, þegar mikiS lá viS: „SeiS Yggr til Rindar“ (Korm. 1, 3). — Um leikinn
(sérstætt lo.) sbr. lœgjarn, 34. vísu, og en aldna, 38. vísu.
Æ vas hón angan illrar brúðar. Þursameyjunum þrem hefur hugnaS vel hlutskipti
sitt í ÁsgarSi og kunnaS HeiSi þakkir fyrir hennar þátt.
22. HeiSi hána hétu,
hvars til húsa kom,
vplu velspáa.
Vitti hón ganda.
SeiS hón kunni.
SeiS hón leikinn.
Æ vas hón angan
illrar brúSar.
9. ATitiÐi, 23. og 24. vísa:
VANASTYRJ ÖLDIN
23. Þá gengu regin gll
á rpkstóla,
ginnheilgg goS,
ok of þat gættusk,
24. FleygSi ÓSinn
ok í folk of skaut.
Þat vas enn folkví:
fyrst í heimi.