Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Blaðsíða 97
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
97
heldur aS vænta: Frillur ása voru herbragð jötna, sem var því annaS í hug en taka
fyrir spillinguna. Æsir vakna viS vindhögg sitt og skilja nú, aS alvara er á ferSum.
Ljóst er, aS í dvergaþætti Völuspár (9.-16. v.) eru tvö dvergatöl: Dvergatal I (11.
og 12. v.) og Dvergatal II (13. og 15. v.). I hinu fyrra eru 29 nöfn, en 32 í hinu síS-
ara. I Dvergatali I og II eru því alls 61 nafn. Ohjákvæmilega minnir þetta á vísna-
fjölda Völuspár: 61 vísu. Reyndar eru mismunandi dverganöfn ekki nema 59, þar eS
tvö eru tvítekin (Ai og Eikinskjaldi). En mismunandi vísur Völuspár eru ekki heldur
nema 59, þar eS ein er þrítekin (þriSja stef). Þegar þessa er gætt — og hins, hversu
römmum böndum dvergar eru bundnir öllum skáldskap, — hvarflar aS sú hugsun, aS
skáldiS hafi — m. a. af trúarlegum ástæSum — miSaS fjölda nafna í sveitum dverga
viS lengd kvæSisins.
Þetta verSur enn líklegra, ef nánar er aS gætt. Nú hefi ek dverga rétt of talða, segir
í 12. vísu. I Dvergatali I (11. og 12. v.) eru 16 -þ 13 nöfn og í Dvergatali II (13. og
15. v.) 15 -j- 17 nöfn. Sé nú nöfnum dvergatala raSaS á vísur Völuspár í réttri röS,
kemur í ljós staSreynd, sem er e. t. v. ekki tilviljun. 16 nöfn 11. vísu lenda aS sjálf-
sögSu á 16 fyrstu vísum kvæSisins. Þá lenda 13 nöfn 12. vísu á 17— 29. vísu og 15
nöfn 13. vísu á 30.-^14. vísu, en 17 nöfn 15. vísu endast frá 45. vísu til síSustu vísu
Völuspár. MeS 17. vísu (en á henni lendir 1. nafn 12. vísu) hefst sköpun mannsins.
30. vísa (= 1. nafn 13. vísu, þ. e. 1. nafn hersveitar) fjallar um liSsöfnun ása.
En 45. vísa ( = 1. nafn 15. vísu) er þriSja stef, þar sem þaS kemur fyrir í annaS sinn.
Þetta stef, sem er síSasta vísa þrenningarinnar „A varSbergi“ endurtekin, er upphaf
stefjabálks, sem fjallar um ragnarök (45.-54. v.), og segir þar fyrst frá sókn
jötna. Ef gert er ráS fyrir, aS fjöldi nafna og vísnaskipting dvergatala sé vísbending
af hálfu skáldsins (Sbr. rétt of talða, 12. v.), þ. e. aS fyrsta nafn 12., 13. og 15. vísu
sé ávísun á sérstakt efni, má af því ráSa — fyrir fram — hlutverk mannsins í veröld-
inni: 1) Æsir skapa manninn sér til trausts í fyrirsjáanlegum þrengingum (Sköpun
mannsins). 2) Æsir ætla aS velja úr hópi manna einvalaliS (LiSsöfnun ása). 3) Ein-
herjar eiga aS berjast viS jötna í ragnarökum (Sókn jötna og ragnarök). — SkáldiS
virSist sjá í örlögum dverga — og boSa — sköpun mannsins.
SamanburSur á merkingu einstakra dverganafna — aS svo miklu leyti sem merking
er ljós — og efni einstakra vísna Völuspár er fróSlegur, en e. t. v. vafasamur. Þess var
ekki aS vænta, aS til væru dverganöfn, sem aS merkingu ættu viS allt efni Völuspár,
og naumast, aS þau yrSu smíSuS í því skyni. Nokkur dæmi benda þó til, aS skáldiS
hafi leitazt viS aS hafa samræmi í þessu efni. Nöfnin, sem fylgja 17. og 18. vísu, sköp-
un mannsins, eru Veigr ok Gandalfr (12. v.). Víst hafa æsir ætlazt til, aS liS væri í
manninum. Og var hann ekki gerSur úr rekaviSi? Hefti (13. v.) fylgir 34. vísu, en
hún byrjar á orSunum: Haft sá hón liggja. Af hringnum Draupni drupu aSrir hring-
ar jafnhöfgir, eins og kunnugt er. Dvergurinn, sem ber þetta nafn (15. v.), fylgir 45.
vísu, þriSja stefi endurteknu. Vel mega þessi dæmi — og fleiri •— vera tilviljanir,
en hvernig sem því er háttaS, hefur skáldiS látiS önnur sjónarmiS en samræmi af þessu
tagi ráSa röS sumra nafna. ÞaS þykist ég sjá á fyrstu nöfnum Dvergatals I, en þau eru:
7