Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 133

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 133
ÚR FÓRUM BENEDIKTS FRÁ AUÐNUM 133 Og Guðmundur heldur áfram 9/3: „Þegar miði minn var farinn, rakst eg á orð í Verði eftir Halldór úr Kjósinni, sem er reyndar vaðalsaskur, en dettur stundum ofaná góðgæti. Eg veit ekki hvort þú lest Vörð og set hér orð Halldórs: „ .. . . Annar þessara manna orkti t. d. ljóð á Jamtalands-sænsku, sem þóttu mesta gersemi fyrir máls sakir og þjóðernisgildis á svipaðan hátt sem íslenzka Guðmundar Friðjónssonar .... Sama máli gegnir um St. G. St. og Guðmund Friðjónsson. Þeir eru ekki skáldgarpar vegna þess að þeir eru bændur, heldur þrátt fyrir það að þeir eru bændur(.) Sannleikurinn er sá, að bondastaðan hefir verið hinum frábæru sálargáf- um þessara manna hin mesta bölvun. Grimm lífsbarátta hefir verið miskunarlaus járnhemill á þroska þeirra .... Þegar eg minnist á St. G. Steph., sem kvað hafa brotið þrjú lönd til ræktunar í óbygðum Vesturálfu, stritað á mörkinni frá sólaruppkomu til sólarlags, en orkt á nóttunni lj óð, sem þökkuð verða meðan guð og ísl. tunga lifir, þá verð eg að játa, að eitthvað kalt fer niður eftir baki mínu .... Drottinn fyrirgefi þjóðinni, að hún skuli dæma slík mannundur, sem hafa vit á við kirkjufeður, til að sóa dýrmæti krafta sinna í skítinn ....“ — Þetta er þó vel mælt. En hvað mundi Halldór hafa sagt ennfremur, ef hann vissi, að eg hefi staðið, verjulaus, í versta votengi sýslunnar, í samfleytt 40 ár, og heilsulaus í ofaná lag. Og svo koma eftirlaunin frá spámönnum bænda og ykkar samvinnumanna þeim Jónasi og nafna hans. - Út í það fer eg nú eigi. En þér get eg sagt það, að á hverju hausti hefi eg verið orðinn svo andlega ryðgaður af erfiði, að eg hefi varla getað ritað sendibréf, auk heldur annað meira. Heldurðu nú að eg með þessa lífs- reynslu trúi því, að þínum áhuga hafi verið gert til hæfis með sýsluskriftum og skýrslu- gerð í K. Þ.? Nei, Benedikt! Orð Halld. um okkur St. G. hitta þig einnig og ymsa aðra, sem örlögin og landshættirnir og þjóðarsmæðin setja í nokkurskonar gapastokk - eg finn eigi annað orð í svipinn." Guðmundur Vilhjálmsson síðar forstjóri 15/5 1928: „Af öllum þeim mætu mönnum, sem eg hefi kynnst og sem eru margir, þá ert þú ef til vill sá vitinn, sem bezta birtuna hefir gefið á siglingaleið íslenzkra samvinnu- manna . . . .“ Jónas Þorbergsson (síðar útvarpsstjóri), starfandi í Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri 18/7 1925: (Komið hefur fram hörð gagnrýni á stjórn Kaupfélags Þingeyinga, einkum um skipulag — og af hendi yngri manna.) „Eg held því fram, að við verðum að tryggja tvent í skipulaginu: að reynt sé á þroska einstaklinganna og þeim fengin réttindi og skyldur, en að um leið sé þó trygt, að hægt sé á hverjum tíma að gera sér glögga grein fyrir hvernig þeir verða við skyld- unum og hvar og hvernig einstaklingarnir og heildin er stödd viöskiftalega .... Þú líkir þeim (yngri mönnuniun) .... við þröngsýna hnappasteypara og harðstjóra sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.